20.11.2007 | 19:56
Skjálfti og hræddir sunnlendingar
Blaðamaður á Visir.is talar um jarðskjálfta upp á 4,0 hjá Gróttu í dag og segir að Selfyssingar hafi þust út á götu. Ekki er hins vegar minnst á einn Reykvíking sem sá ástæðu til að óttast. Sjá má fréttina hér.
Ég á bágt með að trúa því að fólk á Selfossi hafi þust út á götur vegna slíks skjálfta í Reykjavík en hins vegar hefur sumum eflaust brugðið illilega við skjálftann sem varð ca undir Mjólkurbúi Flóamanna og var á milli 1-2 á Richter og þeirri hrinu sem hefur staðið þar síðan í dag. Þar hafa skjálftarnir farið upp í 3 á richter og eiga flestir upptök sín upp með Ölfusá.
Sjá má kort sem hægt er að stækka af jarðskjálftunum hér.
Athugasemdir
Steinn skjálftafræðingur... hvað er atburður af óþekktum upprunar??? er það fyrir geimverubrottnám og e-ð spennandi?
Annars finnst mér þetta ótrúlega léleg frétt þarna á vísi, eiginlega alveg með eindæmum léleg... allavega finnast mér heimildiranar e-ð loðnar og ósannfærandi
Anna Sigga, 21.11.2007 kl. 14:03
Já það var skondið að lesa fréttina. Sá ekki alveg tengingu milli Reykvískum jarðskjálfta sem ég fann ekki sjálfur hér en fékk fólk til að hlaupa út á götu á Selfossi. Mér skilst hins vegar á ættingjum mínum á Selfossi að mörgum hafi brugðið við skjálftana sem urðu fyrir austan fjall enda nánast undir byggðinni og á mjög litlu dýpi.
Ég verð þó að segja fréttamönnum til tekna að þeir geta ekki verið sérfræðingar í öllu og þegar kappið um að vera fyrstur með fréttirnar ber gæðin ofurliði þá er oft hægt að brosa út í annað yfir þeim.
Steinn Hafliðason, 21.11.2007 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.