Sölumenn og strætóbílstjórar

Það þarf annað af tvennu að koma til svo 10% af ökumönnum mengi 60% af heildinni. Annað hvort keyra þeir/þær mikið og eða ökutæki þeirra menga mikið. Það fyrsta sem mér dettur í hug er strætó, sölumenn, vinnuvélar og flutningabílar.

Ég veit ekki hvernig þessi skýrsla var gerð en það er talað um "alla ökumenn" og "öllum bílaakstri". Ef tekið er með í reikninginn vinnuvélar og akstur í atvinnuskyni skýrir þetta nú kannski heilmikið. Meirihluti strætóbílstjóra og ökumanna flutningabíla eru karlar. Þar er örugglega komið stór hluti af útblæstri og kílómetrafjölda í umferðinni. Mér finnst vanta í þessa skýrslu útblástur vegna flugsamgangna og skipa en þá myndi þetta hlutfall karla í útblæstri enn aukast. Þar held ég að skipaflotinn íslenski sé mjög mikill.

Það ætti því að vera forgangsmál mál að jafna kynjahlutfallið sem í brúnni á skipum landsmanna eins og alls staðar annars staðar í þjóðfélaginu og setja í sérstök lög að það verði að vera 40% hlutfall kvenna á skipum, strætóum og flutningabílum annars missi þau fyrirtækin og skipin sem standa að viðkomandi starfsemi starfsleyfi sitt eins og norðmenn eru að gera með stjórnir fyrirtækja.

Þá myndi mér heldur ekki líða jafn illa yfir því að ég er karlmaður sem ætti að skammast sín fyrir að blása slíku magni gróðurhúsalofttegunda að okkur stafar öllum hætta af.

Ég verð líka að viðurkenna að ég er kjötæta og stelst öðru hverju til að borða bæði pylsu með öllu, bjúgu og kjötbollur sem mér finnst vera lostæt, sérstaklega þegar ég þarf að elda sjálfur.

Síðan er ég líka í ræktinni en þar anda ég ótt og títt frá mér slíku magni af gróðurhúsalofttegundum að það er algjör óhemja að láta slíkt líðast. Þar sem ég er bæði stærri og þyngri en konan mín reikna ég með að hlutföllin þar séu svipuð og í viðkomandi rannsókn þó að það hafi því miður ekki verið rannsakað.

Það er kannski raunhæft að setja bara kvóta á fjölda karla í þjóðfélaginu til að stemma stigum við gróðurhúsalofttegundirnar. Raunhæfari leiðir væru þó að setja þá á danska kúrinn og kaupa undir þá yaris í staðinn fyrir BMW jeppana og banna þeim að fara að heiman á kvöldin.

Mér líður illa yfir þessu þar sem ég er karlmaður og ef þið hafið einhverjar hugmyndir hvernig ég get bætt mig og komist úr þessum hræðilega hópi sem mengar jörðina mína þá er ykkur velkomið að skrifa nokkur orð fyrir neðan þetta neyðaróp mitt.


mbl.is Karlar menga meira en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband