Sambærilegt við majónes

Ég las í fréttablaðinu í vikunni af blogginu hjá Þráni Bertelssyni að ónefndur alþingismaður hefði lagt að jöfnu óhollustu áfengis og majóness.

Mér er það ómögulegt að skilja þær umræður sem hafa verið um aukið aðgengi að áfengi. Eins og Þráinn Bertelsson benti á gera meðmælendur frumvarpsins sér ekki grein fyrir áfengisvandamáli þjóðarinnar. Oft heyri ég þau rök að það skipti engu fyrir rónana á hlemmi framboðið í matvöruverslunum. Rónarnir eru bara lítill hluti vandamálsins. Langstærstur hluti áfengisvandamálsins er inn á heimilum landsmanna og unglingadrykkja. Það er í besta falli hroki að halda því fram að aukið framboð á áfengi sé ekki til þess fallin að auka tíðni, alvarleika og ofbeldi sem hlýst af auknu aðgengi að áfengi. Misnotkun áfengis er staðreynd sem ekki er hægt að líta framhjá í okkar þjóðfélagi.

Heimilisdrykkja er þjóðarböl og því fylgir ofbeldi, nauðganir, vanræksla á börnum og óregla sem meðal annars leiðir oft af sér fíkniefnaneyslu. Unglingadrykkja skapar einnig ofbeldi, nauðganir óreglu, eykur umtalsvert hættu á fíkniefnaneyslu, unglingar flosna úr skóla og oft eyðileggur þetta líf þeirra til framtíðar. Ekki má gleyma því að þessari misnotkun fylgja sjúkdómar s.s. þunglyndi, skorpulifur og í sumum tilvikum dauði. Ótímabærum dauðsföllum gæti fjölgað um allt að 50 á ári.

Þegar verkjalyf sem innihéldu kódein voru gerð lyfseðilskyld fyrir nokkrum árum var tilgangur þess einmitt að takmarka aðgang og þar með neyslu þessara lyfja. Með því var verið að reyna að draga úr neikvæðum þjóðfélagslegum áhrifum ofnotkunar þessara lyfja.

Það er í besta falli hroki og afneitun að halda því fram að aukið aðgengi hafi ekki áhrif á neikvæða neyslu áfengis. Það er hins vegar í besta falli alvarleg eiginhagsmunapólitík að gera að jöfnu afleiðingar majónesneyslu og áfengisneyslu af þingmönnum og vanhæfni og þversagnakenndur málflutningur heilbrigðisráðherra að mæla með slíku frumvarpi.


mbl.is Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú svolítið þversagnakennt þegar það kemur af þínum vörum Steinn minn. Annars mjög góður pistill.

Gulli (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband