Færsluflokkur: Menntun og skóli
9.3.2011 | 18:05
Fagleg framkoma á fagráðstefnu
Er þetta sama fólkið og er með mun lægri kennsluskyldu en kollegar sínir í evrópu og saka svo aðra um ómálefnalega umræðu ef bent er á þá staðreynd. Hefur einhver þorað að varpa fram þeirri spurningu að auka kennsluskyldu og ná þannig fram sparnaði? Hefur einhver þorað að setja hina lágu kennsluskyldu í samhengi við gríðarlegan kostnað íslenska menntakerfisins.
Ég velti því fyrir mér og hef velt því fyrir mér síðan ég var í gaggó hvort kennarar séu undanskyldir eðlilegri umræðu um menntakerfið og eigin störf. Þessi gjörningur eykur enn á þær áhyggjur mínar að umræða um störf kennara fari fram með miklum ofsa og þá eru kennarar sjálfir ekki undanskyldir.
Hvað kennarar eru að reyna að fá fram með þessum óljósu mótmælum er mér ekki ljóst en ekki þykir mér þetta mjög fagleg framkoma á fagráðstefnu.
Gengu út þegar Oddný kom í ræðustól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2008 | 13:25
Lokaverkefnið kynnt
Menntun og skóli | Breytt 30.5.2008 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.5.2008 | 15:01
Lokaritgerð og tímasókn
Þá er ég búinn að skila lokaritgerðinni og síðasti skólatími námsins búinn. Eftir vökunætur alla síðustu viku og rúmlega það þá er þessi ágæta ritgerð loksins komin í dóm.
Það var reyndar skondið að þegar ég vaknaði daginn eftir skil þá var það fyrsta sem kom upp í hugann nokkur atriði sem hefðu gert hana betri. Gott að vita það eftir á að með 30 mínútna vinnu hefði ritgerðin litið mun betur út. Jæja, það þýðir ekki að svekkja sig á því, það er víst alltaf hægt að gera betur. Vinur minn sagði við mig að þegar maður væri að ljúka við svona langt verkefni þá væri það sem maður skrifaði fyrst lélegt og það sem maður skrifaði síðast gott af því að maður hefur lært svo mikið á þeim tíma sem tók að skrifa. Ég held að það sé svolítið til í þessu hjá honum.
Núna á ég eftir að skila tveimur verkefnum, einu litlu og einu stóru og að lokum að halda opna kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar minnar 30.maí. Ef ég held mér að verki og læt ekki letina og spennufallið eftir skil á ritgerðinni ná tökum á mér þá blasir það við mér að útskrifast og klára þetta magnaða nám eftir nokkrar vikur.
28.4.2008 | 20:47
Hálfnaður með síðustu önnina
Var að enda við einn kúrsinn í skólanum sem endaði með kynningu á verkefni sem við erum búin að vera að vinna síðustu vikur. Þetta var reynda afar áhugavert efni sem gekk út á að taka út stöðu verkefnastjórnunar í kvikmyndaiðnaðinum. Það kom mér verulega á óvart hvað verkefnastjórnun er í raun þróuð í þeim geira og það var skemmtilegt og fróðlegt að fá að ræða við fólkið sem stjórna þessum ferlum.
Núna sit ég upp á bókasafni þar sem ég verð til 15.maí þegar ég á að skila lokaritgerðinni. Eins og viðeigandi er með lokaverkefni þá er maður auðvitað í tímahraki því það er erfitt að skilgreina gæði þess fyrirfram. Þess vegna er alltaf hægt að gera betur og ritgerðin verður eins góð og tíminn leyfir. Þessu hefur auðvitað fylgt kaffidrykkja í miklum mæli, óhollt mataræði utan heimilisins (þó ótrúlega lítið) og lítil samskipti við fjölskylduna og má nánast segja að maður sé í einangrun.
Konan mín leysti mig formlega frá heimilisstörfunum um daginn. Hún hefur stutt mig óendanlega mikið í þessum skóla en ekki fengið neitt annað en sífellda fyrirlestra um ágæti verkefnastjórnunar en þess utan fjarveru mína.
Þetta er þó að verða búið og þó að það séu komnir baugar undir augun þá er ekki nema rúmur mánuður eftir og þá verð ég frjáls og mastersgráðunni ríkari. Þetta er búið að vera erfitt en skemmtilegt og ég er farinn að glitta í ljósið í enda ganganna.
14.3.2008 | 13:45
Umhugsunarvert
þessi dómur vekur upp hjá mér hugleiðingar um það hver ber ábyrgð á börnunum meðan þau eru í skóla. Vörn konunnar byggist á því að barnið hafi verið að flýja undan einelti og orðið hrætt þegar kennarinn birtist. Ég hef ekki lesið dóminn en...
í fyrsta lagi langar mig að vita hvort barnið renndi hurðinni vísvitandi á kennarann eða af hræðslu við þann sem var að komast til hennar. Það hlýtur að vera eðlismunur á því hvort barnið ætlaði að meiða kennarann eða ekki. Ef ekki hlýtur þetta að flokkast undir slys og kennarinn gæti þá alveg eins verið ábyrgur fyrir því að hafa fullvissað hrætt barn um að engin hætta væri á ferðum áður en hann reynir að ná til barnsins. Ef um einelti var að ræða er þetta atvik þá ekki afleiðing af aðgerðarleysi skólayfirvalda gagnvart því og þannig sé skólinn í rauninni sekur um vanrækslu.
Í öðru lagi finnst mér íhugunarefni að í skólanum virðist foreldrar bera mjög þunga ábyrgð á barninu en skólinn ekki neina. Hver ber ábyrgð á einelti barnsins. Á móðirin að fara í mál við foreldra allra barnanna í bekk stúlkunnar eða á hún að fara í mál við skólann vegna eineltis? Ef barnið hefði lokað hurð á eftir sér og kennarinn eða annað barn klemmt hendina sína á milli á þá barnið eða foreldrar þess að borga fyrir skaðann eða skólinn? Hvernig eiga foreldrar að sinna eftirliti með barni sínu innan skólans? Eru skólayfirvöld algerlega frí frá ábyrgð á kólakrökkum í sinni umsjá? Að lokum velti ég því fyrir mér hvort hefðbundnar tryggingar tryggingarfélaga myndu ná yfir dóm sem þennan, þ.e. tryggingarfélagið borgi en ekki foreldrið.
Þessi dómur vekur upp margar spurningar sem mér finnst að fjölmiðlar eigi að fjalla um þar sem fleiri foreldrar hljóta að hugsa um rétt sinn ef slys bæri að garði innan skólanna.
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2008 | 23:40
Læra læra læra
læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra læra
Bestu kveðjur
Steinn Hafliðason
20.1.2008 | 16:54
Gaman í skólanum
Ég er í svökölluðu MPM námi en það er nám í verkefnastjórnun á meistarastigi. Mjög gagnlegt nám þar sem er blandað saman á skemmtilegan hátt stjórnunarsálfræði og hinum "structuruðu" vinnubrögðum verkfræðinnar.
Það var gaman að hitta skólafélagana á ný eftir jólafríið og hitta þau í góðum gír eftir skóla.
Ég mæli sérstaklega með þessu námi sem hafa áhuga á verkefnastjórnun. Það hefur skilað mér mikilli þekkingu og gert mig tíuþúsund sinnum hæfari í verkum mínum. Ekki skaðar að atvinnulífið bíður eftir þessum verðandi verkefnastjórum með eftirvæntingu og verkefnastjórnun á klárlega eftir að skipa mun meiri sess í framtíðarstjórnun fyrirtækja.
En þetta er mikil vinna og ég er vægast sagt búinn að sitja við undanfarnar tvær vikur og gera lítið annað en að læra og vinna en það er þess virði.