Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ályktun

Er þetta ekki pólitísk ályktun?


mbl.is Harma pólitísk réttarhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er mikil misskipting auðs?

Í kjölfar hrunsins hef ég velt því fyrir mér hvað er misskipting auðs. Þegar góðærið stóð sem hæst var ýmislegt talið sjálfsögð mannréttindi sem afar okkar og ömmur áttu vart möguleika á að leyfa sér. Dýrar utanlandsferðir og að eiga bíl þóttu sjálfsögð mannréttindi enda gátu flestir leyft sér þann munað. Þá var talað um að misskipting auðs væri helsta vandamál þjóðarinnar og það væri svo slæmt að til væri ríkt fólk. Ef við skoðum málið nánar segja krónutölur ekki alla söguna.

Tökum dæmi um 3 menn sem allir hafa litlar tekjur. Þeir eru staddir á lítilli óþekktri eyju þar sem jöfnuður er mjög mikill. Munurinn á hæst launaðasta og lægst launaðasta eru 10þús og meðaltekjur eru 100þús. Í þessu landi kostar lágmarksframfærsla þ.e. matur og húsaskjól einmitt 100þúsund. Sá sem hefur minna en það í tekjur hefur annað hvort ekki hús eða verður að svelta einhverja daga í hverjum mánuði. Nú er munurinn á þeim sem lægstar hafa tekjurna og meðaltekjum ekki nema 5% en raunverulegur munur í lífsgæðum gríðarlegur. Sá sem er með meðaltekjur lifir fullnægjandi lífi, fær nóg að borða og hefur húsaskjól. Sá sem er með aðeins minni tekjur er farinn að svelta (en lifir). Ef við tökum svo þann þriðja sem er með 105þús á mánuði og getur því leyft sér ýmislegt umfram aðra í þjófélaginu og berum þá saman við hina tvo getum við verið sammála um að það er meiri munur á lífsgæðum þess sem er með minnstu tekjurnar borið saman við meðaltekjufólk en milli meðaltekjufólks og þess sem er með hæstu tekjurnar. Þó svo að hátekjumaðurinn gæti keypt sér bíl eða farið í utanlandsferð væri munurinn samt meiri milli lægstu og meðaltekjufólks heldur en meðaltekju og hátekjufólksins þar sem sá er hefur lítinn mat verður fyrir mjög skertum lífsgæðum.

Í umræðunni er mest einblínt á krónutölur þegar talað er um misskiptingu í þjóðfélaginu en í raun segja þær tölur afar lítið ef hluti þjóðarinnar er það illa staddur að grunnlífsskilyrði þeirra eru skert. Það skiptir fólk sem er í þeim aðstæðum litlu hvort aðrir eru lítið eða mikið hærri launaðri. Það myndi hins vegar skipta fólki miklu meira máli að grunnnet velferðarþjóðfélagsins sé þannig úr garði gert að undir því sé sterkt öryggisnet ef það af einhverjum ástæðum verður fyrir áfalli heldur en hvort hæst launuðu séu með 5% eða 500% hærri tekjur.


mbl.is Óráðsía en ekki hagsæld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kálhausar

Hvaðan haldið þið að maturinn komi? Úr verksmiðjum, dósum eða verði til í hillum verslana? Flestum þykir hinn eðlilegasti hluti að borða mat eins og kjöt, grænmeti og fiski, ekki lifum við á plasti og gerviefnum. En auðvitað verður þessi vara einhvers staðar til og það verður ekkert til úr engu.

Meira að segja þeir sem lifa eingöngu á káli og banönum verða þess valdandi að fullt af gróðri og dýrum verður fórnað til að fólk geti fengið að borða. Það er bara gangur náttúrunnar að dýr og menn lifi á gróðri og öðrum dýrum.

Ég legg til að þetta ágæta fólk leggi sér einungis kálhausa til munns, blessað fólkið fengi líklega áfall ef það gerði sér grein fyrir að maturinn á sér uppruna einhversstaðar.


mbl.is Börnin vildu slátra lambinu Markúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru kommúnistar rót hins illa?

Þegar ég heyri rökstuðning stjórnmálamanna á þann veg að allt sé kommúnistum að kenna finnst mér ástæða til að staldra við.

Það er margnotað og misnotað trikk í stjórnmálum að finna einhvern sökudólg og beina athyglinni frá eigin óreiðu að öðrum. Hræðsluáróðurinn, þið ættuð frekar að ráðast á vondu kallana er bara sorglegt dæmi um örvæntingafullan málatilbúnað og rökleysu.

Þegar stjórnmálamenn benda frekar á einhvern annan í stað þess að svara gagnrýni finnst mér það jaðra við játningu á þá gagnrýni sem að honum stendur.


mbl.is Ítalir vilja vera eins og ég
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum í lausnum

Er ekki kominn tími á að breyta þessari þunglyndis og bölsýnisumræðu í lausnamiðaða umræðu. Hvað finnst þér?

Sykurskattur

Hugtakið að skattleggja óæskilega vöru fyrir þjóðfélag er mjög vel þekkt hugtak í hagfræðinni. Skattlagning á gróðurhúsalofttegundir, áfengi og eldsneyti eru flestir meðvitaðir um. Dæmi eru um skattlagningu sykurs s.s. hjá dönum sem skattleggja sykur til að neyslustýra þeirri óæskilegu hegðun sem felst í miklu sykuráti. Ég trúi því varla að nokkur aðili ætli að halda því fram að meðalsykurneysla íslendinga leiði ekki af sér heilsufarsvandamál.

Ég sé fyrir mér að skattlagning framtíðarinnar hvort sem hún kemur frá hægri eða vinstri felist einmitt í sköttum á óæskilegri hegðun s.s. mengun og vörur sem valda samfélagi kostnaði. Mikil neysla á sætum og feitum mat er mikið heilsufarsvandamál í hinum vestræna heimi og er Ísland þar engin undantekning. Víða er t.d. farið að setja strangari reglur um feitan mat á matseðlum veitingastaða og er það engin furða. Það væri eðlilegt að stýra neyslu þessarar óhollustu, það er ekki eins og að fólk viti ekki að þetta sé óhollt fæði en samt er henni neytt sem aldrei fyrr.

Skattur á óæskilega neyslu er líka sanngjarnari skattur en flatur skattur á alla þar sem fólk hefur yfirleitt val hvort það þurfi að borga óæskilega neysluskattin þ.e. það getur valið á milli vara sem eru skattlagðar og þeirra sem eru ekki skattlagðar s.s. að drekka ávaxtasafi, mjólk eða vatn í staðinn fyrir sykraðan gosdrykk. Þá borga þeir skatt sem valda þjóðfélaginu kostnaði en ekki hinir sem valda ekki kostnaði.


Ég styð Ögmund heilshugar með sykurskatt.


Nú þarf að bretta upp ermar

Nú eru kosningar yfirstaðnar og tími ákvarðana og framkvæmda skammt undan. Hver sem ríkisstjórnin verður og hvernig sem hún ákveður að koma þjóðinni út úr þeim erfiðleikum sem þjóðin er í þá er mikilvægara en nokkurn tíman að hún verði samtaka í því sem hún taki sér fyrir hendur. Ég held að þjóðin ætlist líka til þess að stjórnarandstaðan láti af skítkasti og upphrópunum heldur létti stjórninni og þar með þjóðinni leiðina út úr þeim vandræðum sem íslenska þjóðin er í.

Ömurleg kosningabarátta

Við erum að upplifa eina ömurlegustu kosningabaráttu sem hugsast getur. Lausnir eru fáar og fálmkenndar og engan vegin traustvekjandi. Tengsl viðskiptaífs og stjórnmála virðist samofin þ.s. fyrirtæki virðast kaupa sér málssvara. Hræðsluáróður er alls ráðandi, það verður hrun ef við gerum þetta og líka hrun ef við gerum það ekki. Ef enginn virðist vera búinn að taka eftir því þá erum við í miðju hruni og við erum enn í frjálsu falli. Enginn þorir að tala um hvernig ástandið raunverulega er og í besta falli halda einhverjir í þá von að sérlegir vinir okkar Bretar komi okkur í ESB á einu ári til þess eins að slá á eigið atvinnuleysi með fiskveiðum við Ísland og vinnslu fisksins á Bretlandi.

Af hverju er ekki rætt um að það þarf að brúa 150 milljarða fjárlagahalla næsta ár, fjöldi fyrirækja er á leiðinni á hausinn og við erum nýbúin að setja heimsmet í atvinnuleysisaukningu. Núna virðist uppgjör bankanna verða mun verra en við var búist og er talað um 1.000 milljarða í því sambandi. Á sama tíma eru frambjóðendur að bjóða fólki upp á kosningavíxla hér og kosningavíxla þar. Það væri kannski hægt að byggja jarðgöng eða tónlistarhús ef þið bara kjósið mig.

En ég bara spyr, hver fær ekki læknisþjónustu, félagslega þjónustu eða skólavist meðan við ætlum að efna þessi glæsilegu og nauðsynlegu loforð?


Eru fjölmiðlar nú orðnir að greiningardeildum

Ef allt sem birtist í fjölmiðlum er nú satt og rétt þarf ég að fara að hugsa minn gang. Þá væri Írland t.d. farið á hausinn, hundurinn Lúkas væri dauður og Geir og Björgólfsfeðgar hefðu aðeins hist til að ræða almennt um bankakerfið fyrir hrunið á síðasta ári.
mbl.is Ráðgjöfin gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira af því sama

Ef þú gerir meira af því sem þú hefur alltaf gert uppskerðu eins og þú hefur alltaf uppskorið. Það er eins með pólitíkina, ef við höldum áfram að láta smala okkur í dilka fjórflokkanna erum við að sá sömu fræjum og við höfum alltaf sáð og uppskeran verður áfram, tja hvar eru íslendingar staddir í dag?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband