Færsluflokkur: Bloggar
27.8.2007 | 16:12
Þar fer hann með rétt mál
Þetta er mikill sannleikur hjá honum. Ég hef verið yfirmaður þar sem starfið undirmanna minna er ekki mikils metið í þjóðfélaginu en við gerðum gott úr því m.a. með því að vinna vel í þessum þremur þáttum. Svo mikilvægt er fyrir starfsfólk að fá viðurkenningu á starfi sínu og að það finnist að starf þess sé einhvers virði að það hættir oft út af þeirri ástæðu einni.
Það er fátt meira niðurdrepandi í starfi en að finnast starf manns vera einskis vert og yfirmaðurinn lítur á þig sem vinnuvél en ekki manneskju.
![]() |
Slæmur yfirmaður gerir starfið niðurdrepandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 12:42
Er slæmt fyrir trúaðan að deyja í stríði?
Ég geri ráð fyrir því að rabbíninn Yosef sé vel að sér í ritningunni. En þá ætti hann líka að vita að það er ekki slæmt fyrir trúaðan að deyja í stríði fyrir land sitt. Það er eins með Gyðingatrú og flest önnur trúarbrögð að þeir eiga sér framhaldslíf eftir dauðann ef trúræknir eru og það ekki verra en hér á jörðinni.
Þetta hlýtur því að vera áróður rabbínans þar sem hann gerir lítið úr hermönnum Ísraels og þeim sem hafa dáið fyrir landið. Hann gerir út á hina veraldlegu girnd mannfólksins og hræðsluna við dauðann. Ef hann væri samkvæmur sjálfum sér myndi hann fegra dauða hermannanna með því að viðra það sem píslardauða fyrir trúna. Hann ætti því frekar að taka íslamistana sér til fyrirmyndar þar sem þeir eru jú sérfræðingar í að heiðra fallna hermenn sína og fegra dauða þeirra.
![]() |
Ráðherra styður rabbína sem segir trúaða hermenn ekki falla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 12:27
Golfstraumurinn
Heyrt hef ég þá kreddu í gegnum tíðina að gróðurhúsaáhrifin eigi eftir að stöðva golfstrauminn Frónbúa. Það hefur mér þó alltaf þótt ótrúlegt þó að ég hefði ekki neitt fyrir mér í því. Ég er þess vegna mjög ánægður með að veðurbloggarinn og bloggvinur minn Einar Sveinbjörnsson vakti athygli á rannsókn í þessum efnum á síðu sinni fyrir þá sem hafa áhuga.
Ég er núna feginn að vita að það er að hlýna hjá okkur en ekki kólna. Ég var farinn að halda að ég væri með ofskynjanir eftir þetta ágæta sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 09:31
Hverjir eiga að vera á lægstu laununum?
Ég heyri í hverju horni þessa dagana um skort á fólki í vinnu og lágum launum. Kennarar eiga að vera á hærri launum, verkafólk á að vera á hærri launum og þessi og hinn eigi að vera á hærri launum. Kröfur um launahækkun upp á 30% liggur á borðinu.
Síðustu 10 ár hef ég ekkert heyrt annað í kjarasamningum en að lægstu laun eigi að hækka mest og ég held að það hafi nú verið raunin í þeim flestum. Samt eru alltaf allir að tala um að þjóðfélagið sé að fara fjandans til og ekki hægt að lifa á þeim launum sem eru í boði. Nú hefur eflaust hver sína ástæðu fyrir því að þurfa meiri peninga en það eru ekki nema örfá ár síðan að lágmarkslaun voru undir 70þúsund á mánuði. Þau eru ólíkt hærri í dag og þó að verðbólga hafi verið þá hefur hún langt frá því étið upp þær launahækkanir sem fólkið hefur verið að fá. Ætli megnið af mesta kaupmáttarauka í íslandssögunni fari kannski í metinnflutning á bílum, metinnflutning á hjólhýsum, utanlandsferðir og að borga fyrir enska boltann?
En hvað eru eðlileg laun og hver á að vera á lægst taxtanum?
Háværar kröfur eru um að verkalýðurinn skapi auðinn í landinu og eigi að vera á háum launum, börnin okkar eru verðmætust og því eiga kennarar að vera á háum launum, lögreglan undir svo miklu álagi o.s.frv. Allir elta skottið á þeim næsta. Ef við myndum hækka laun allra í landinu um 100% væru allir komnir á góð laun og allir yrðu hamingjusamir. En það yrði samt skortur á kennurum, verkafólkið væri samt á lægsta taxtanum og við tæki sama óánægjan og umræðan og áður. Allir með helmingi hærri laun og það yrðu nákvæmlega sömu vandamál og áður, allir óánægðir.
![]() |
Við viljum hærri laun" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.8.2007 | 17:50
Gáta
Þú ert í beinni útsendingu í leik sem fer þannig fram:
Það eru þrjár hurðir á sviðinu. Bak við eina þeirra er nýr Ferrari en bakvið hinar tvær eru geitur. Þú mátt velja eina en þegar þú ert búinn að því verður þáttarstjórnandinn að opna aðra af hinum tveimur og hún verður að vera með geit. Þá mátt þú velja aftur og eiga það sem er á bakvið hurðina. Spurningin er hvað átt þú að gera þegar þáttastjórnandinn er búinn að opna hurðina með geitinni, velja sömu aftur eða skipta um og af hverju?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.8.2007 | 15:42
Sama afsökun og vændiskonur á Íslandi nota
Þetta er einn mesti viðbjóður sem ég hef heyrt. Það er þó fólk til í þessum bransa sem er ekki alveg gjörsneytt allri réttlætiskennd eins og eigandi vændishússins.
Það vekur samt athygli mína að móðirin notar sömu rök og íslenskar vændiskonur (og eflaust fleiri) sem réttlæta þetta með því að þær séu svo peningaþurfi og þess vegna sé í lagi að selja sig.
![]() |
Reyndi að selja tveggja ára gamla dóttur sína í vændishús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.8.2007 | 17:30
Sektað um 130 milljónir
Það er ekki nema tveir mánuðir síðan áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti 130 milljóna sekt fyrir samkeppnisbrot gagnvart keppinautunum.
Ég er alveg sammála því að Icelandair hafa gert margt gott í gegnum tíðina og þeir hafa farið þvílíkum hamförum að þeir hafa þurft að borga þjóðfélaginu skaðabætur fyrir. Þáverandi eigendur Iceland Express sem mestann skaðann hlaut þurftu síðan að selja félagið á þvílíkri útsölu.
Ætli þetta séu verðlaun fyrir það hversu duglegt það er að knésetja samkeppnisaðilana.
En þetta er nú nefnd á vegum Sturlu Böðvarssonar en hann virðist vera einstaklega fær um að klúðra sínum málum. Mér finnst táknrænt og snjallt af Kristjáni Möller núverandi samgönguráðherra að láta Sturlu afhenda þessi skemmtilega klúður innrammað með slaufu.
![]() |
Icelandair Group hlýtur samgönguverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.8.2007 | 14:49
Ný færsla bráðum
ég sendi bráðlega inn nýja bloggfærslu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 14:35
Kominn á moggabloggið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)