Áhyggjuefni

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróun stjórnmála í Bandaríkjunum. Hægri öfgastefna sem var gefið undir fótinn í tíð Bush eldri og fékk síðan byr undir báða vængi í stjórnartíð Bush yngri er enn að vaxa ásmegin. Aðdragandi flestra einræðisríkja, stríða og hörmuna hafa að jafnaði verið uppgangur öfgahyggju sem á endanum nær völdum, jafnt í stórum ríkjum sem smáum. Slíkir atburðir eru okkur nær í tíma en flestir gera sér grein fyrir. Þekktustu dæmin er ris nasista í kreppunni 1930 og það sem eftir fylgdi. Ekki er lengra en 10 ár síðan blóðsúthellingar og þjóðernishreinsanir voru stundaðar í hinni friðsælu evrópu. Núna er verið að flytja sígauna nauðuga úr Frakklandi, dagleg mótmæli í Grikklandi (þau eru ekki eins friðsæl og á Íslandi) og nú hótar draugur IRA að ganga aftur með tilheyrandi aðgerðum.

Öfgastefna og þröngsýni Teboðshreyfingarinnar er slík að það minnir óheyrilega mikið á öfgahyggju sem hrjá mörg lslmömsk ríki. Öfgahyggja sem misnotar kristna trú er ekkert skárri heldur en öfgahyggja sem misnotar islamska trú eða nokkra aðra trú. Í öllum tilvikum er trúin notuð sem skálkaskjól til að koma hugsjúku og valdagráðugu fólki til valda og viðhalda þeim völdum. Fólk á að haga sér svona og hinssegin af trúarlegum ástæðum en eiga sér í raun enga stoð í boðskap þeirrar trúar. Þessar reglur eru til að sýna boðvald þess sem stjórnar og auðvelda viðkomandi að drottna yfir hjörðinni.

Það er því full ástæða til að koma í veg fyrir að öfgaöfl komist til valda, sama hvaða nafni þau heita og í hvaða landi þau starfa.


mbl.is Frambjóðandi Teboðsins sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert meiri bullukollurinn,

 það er betra að vera upplýstur áður en maður bloggar.

LS (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

það væri þá kannski ráð að upplýsa mig ef þú ert svona upplýst(ur)

Steinn Hafliðason, 15.9.2010 kl. 16:09

3 identicon

Það eru engir öfgar hérna...

Alvöru hægrimenn(Conservatives) eru komnir með Nóg af Liberal RINOs sem hafa vaðið uppi í Republikanaflokknum, t.d. þessi Castle sem á ekkert erindi í flokkinn. ODonnel er kannski ekki mjög góður frambjóðandi og sennilega tapar hún enda Delaware vinstrisinnað ríki.

En það góða er amk að það tókst að senda enn ein skilaboðin til flokksforyustu GOP um að það sé nóg komið af þeirra „lesser of two evils“ spili.

Það hefur ekkert með evrópskan fasisma eða trúarbrögð að gera, þó viðbúið sé að einhverjir reyni að nota Tea Party til að koma sínum trúmálum eða öðru að.

Með Tea Party er verið að snúa aftur til grunngilda hægristefnunnar sem er lítið ríkisvald og lágir skattar, sem er eina von Bandaríkjanna enda það sem landið byggðist á.

Þórleifur Haraldsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 19:50

4 identicon

Sammála LS og Þórleifi. Ég hvet þig til að afla þér a.m.k. lágmarksupplýsinga áður en þú ferð að tjá þig, Steinn.

Páll (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 22:00

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Lítið ríkisvald og lágir skattar eru ekki það sem ég óttast.

Það sem fylgir þessum flokki eru miklir róttæklingar þar sem þjóðerniskennd fær frítt spil og margir hafa áhyggjur af rasista innan hreyfingarinnar.

Í nafni trúarinnar eru svo fóstureyðingar bannaðar og samkynhneigð er óeðli Jafnvel sjálfsfróun er synd.

Málflutningur þeirra keyrir svo á ótta og hatri sem nýtir sér fáfræði fólks til fylgilags við hreyfinguna en það rímar óþægilega mikið við aðferðir sértrúarsafnaðar.

Hvort sem fólk trúir því í raun og veru að mjög lágir skattar og lítil yfirbygging hins opinbera sé málið eða ekki þá fylgir þessari hreyfingu slíkar öfgar að full ástæða er að fylgjast vel með framþróun mála í þessu voldugasta ríki heims.

Steinn Hafliðason, 15.9.2010 kl. 22:05

6 Smámynd: Sigurjón

Blessaður frændi.

Ekki hafa áhyggjur af þessum últrahægrisinnum sem skrifa hér eða eru að ná kjöri í B.N.A.

Ég fagna þessu, vegna þess að almenningur í Bandaríkjunum er líklegri til að snúast til að kjósa demókrata heldur en þessa hægrivitleysinga.

Engar áhyggjur Steinn.  Fólk er ekki eins vitlaust og margir halda.  Flestir velja hófsama stjórnmálamenn, enda skynsamlegt að gera það.  Últrahægriliðið mun falla og ekki einu sinni ná áfram...

Kveðja úr bezta hreppi í heimi!

Sigurjón, 28.9.2010 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband