23.8.2007 | 17:50
Gáta
Þú ert í beinni útsendingu í leik sem fer þannig fram:
Það eru þrjár hurðir á sviðinu. Bak við eina þeirra er nýr Ferrari en bakvið hinar tvær eru geitur. Þú mátt velja eina en þegar þú ert búinn að því verður þáttarstjórnandinn að opna aðra af hinum tveimur og hún verður að vera með geit. Þá mátt þú velja aftur og eiga það sem er á bakvið hurðina. Spurningin er hvað átt þú að gera þegar þáttastjórnandinn er búinn að opna hurðina með geitinni, velja sömu aftur eða skipta um og af hverju?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.8.2007 | 15:42
Sama afsökun og vændiskonur á Íslandi nota
Þetta er einn mesti viðbjóður sem ég hef heyrt. Það er þó fólk til í þessum bransa sem er ekki alveg gjörsneytt allri réttlætiskennd eins og eigandi vændishússins.
Það vekur samt athygli mína að móðirin notar sömu rök og íslenskar vændiskonur (og eflaust fleiri) sem réttlæta þetta með því að þær séu svo peningaþurfi og þess vegna sé í lagi að selja sig.
![]() |
Reyndi að selja tveggja ára gamla dóttur sína í vændishús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.8.2007 | 17:30
Sektað um 130 milljónir
Það er ekki nema tveir mánuðir síðan áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti 130 milljóna sekt fyrir samkeppnisbrot gagnvart keppinautunum.
Ég er alveg sammála því að Icelandair hafa gert margt gott í gegnum tíðina og þeir hafa farið þvílíkum hamförum að þeir hafa þurft að borga þjóðfélaginu skaðabætur fyrir. Þáverandi eigendur Iceland Express sem mestann skaðann hlaut þurftu síðan að selja félagið á þvílíkri útsölu.
Ætli þetta séu verðlaun fyrir það hversu duglegt það er að knésetja samkeppnisaðilana.
En þetta er nú nefnd á vegum Sturlu Böðvarssonar en hann virðist vera einstaklega fær um að klúðra sínum málum. Mér finnst táknrænt og snjallt af Kristjáni Möller núverandi samgönguráðherra að láta Sturlu afhenda þessi skemmtilega klúður innrammað með slaufu.
![]() |
Icelandair Group hlýtur samgönguverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.8.2007 | 09:36
Hversu vandaðar eru greiningadeildirnar?
Ég velti því upp hversu upplýstar og vandaðar greiningadeildirnar eru. Þetta er nú afar mikilvægt grundvallaratriði í viðskiptum hvernig fyrirtæki eru í stakk búin að taka á móti áföllum. Ég keypti í einu félagi um daginn á grundvelli meðmæla einnar íslenskrar greinginardeildar. Þegar verðfallið fór af stað hafði eitt félag fallið meira en flest önnur og fulltrúar sömu greiningardeildar lýsti því yfir í sjónvarpi að það hefði ekki komið honum óvart. Nú spyr ég, af hverju er greiningardeild að mæla með kaupum á félögum en segir svo viku seinna að það hafi ekki komið þeim á óvart að það myndi lækka um tugi prósenta ef áfall kemur á markaðinn?
![]() |
Countrywide sagt geta verið á barmi gjaldþrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2007 | 18:30
Villi Spámaður
Villi Borgarstjóri er skemmtilegur maður. Hann fer sínar eigin leiðir og þær eru ekki allar fyrirséðar. Hann er maður framkvæmda. Núna hefur kallinn tekið það upp að það á að laga vímuefnaneyslu niður í bæ um helgar í eitt skipti fyrir öll.
Í þeim tilgangi á auðvitað að ráðast á rót vandans, að loka ríkinu í austurstræti. Það gæti þó tekið nokkurn tíma en til að taka á versta vandamálinu strax lokar hann á sölu bjórs í stykkjatali enda er slík sala svartur blettur á þjóðfélaginu. Þvert á skoðanir þingmanna gerir Villi sér nefnilega grein fyrir því að verðlag og aðgengi hefur veruleg áhrif á áfengisneyslu almennings. Því er mikilvægt að fólk kaupi lágmarksmagn í einu til þess að stemma stigu við tækifærisdrykkju um miðjan dag.
Ekki er þó nógu langt gengið og hugsar hann því eins og múslimarnir og vill banna alla áfengissölu í Austurstræti. Enda er Villi Spámaður hófsmaður að öllu leyti. Í gegnum tárin (ég meinti árin) hefur hann ávallt verið öðrum fyrirmynd á þingum sveitarfélaga landsins og meira að segja gerst svo kurteis að bregða sér frá þegar hann getur ekki gefið sig nægilega vel að innihaldi þeirra eða þegar hann hefur haft öðrum hnöppum að hneppa.
Einhver gæti sagt að með því að loka á stykkjasölu bjórs sé borgin að losna við rónana. Svo ég talið nú ekki um að losna við ferðamanninn úr miðbænum en þeir ku víst flestir þamba meiri bjór en meðal íslendingur og því mikilvægt að stemma stigu við þeirra ósiði. Ég held þó að rónarnir séu lítið að kaupa sér bjór. Ef þeir vilja það hins vegar geta þeir nú glaðst því rónarnir eru félagsverur eins og aðrir. Núna hafa þeir ástæður til að fara saman í ríkið sem aldrei fyrr og sitja eflaust á lækjartorgi um nætur og syngja um Villa Spámann.
Þannig er Villa Spámaður nefnilega góður maður. Hann ákveður sjálfur hvað er best fyrir okkur borgarbúana og ræðst á þau mein sem skipta okkur borgarbúana mestu máli. Nú þurfum við ekki að bera ábyrgð eða hugsa á gagnrýnan hátt lengur þökk sé Villa Spámanni. Ég er feginn að það er ekki hætta á að börnin mín kæmust í vínbúð um miðjan dag til að kaupa sér tvo bjóra í stykkjatali og ralla svo blindfull fram á sunnudagsmorgun.
17.8.2007 | 14:49
Ný færsla bráðum
ég sendi bráðlega inn nýja bloggfærslu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 14:35
Kominn á moggabloggið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)