9.1.2011 | 22:21
Nú líður mér betur
Bandaríkjamenn beita lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2010 | 11:13
Skódella í beinan kvenlegg
Eftir miklar vangaveltur hef ég komist að eftirfarandi erfðaniðurstöðu:
Skódella erfist í beinan kvenlegg!
Dóttirin er eins árs og þegar komin með skódellu
Mamman er með skódellu
Amman er með skódellur
Langamman er líka með skódellu
Þetta liggur nokkuð ljóst fyrir.
16.11.2010 | 10:53
Sannleikur stjórnmálamanna
Merkilegt hvað orð stjórnmálamanna stangast oft á. Hversu oft ætli hinn raunverulegi sannleikur komi fram?
Ætli fyrirsögnin um Icesave-samkomulag sem birtist í gær sé ekki eingöngu ætlað til heimabrúks eins og Össur orðaði það um árið.
Kannast ekki við Icesave-samkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2010 | 09:06
Þakka þér
Vil þakka bílstjóra á bíl RF-330 sérstaklega fyrir tillitssemina (sem var eiginlega hjálpsemi) í umferðinni morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2010 | 13:56
Áhyggjuefni
Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróun stjórnmála í Bandaríkjunum. Hægri öfgastefna sem var gefið undir fótinn í tíð Bush eldri og fékk síðan byr undir báða vængi í stjórnartíð Bush yngri er enn að vaxa ásmegin. Aðdragandi flestra einræðisríkja, stríða og hörmuna hafa að jafnaði verið uppgangur öfgahyggju sem á endanum nær völdum, jafnt í stórum ríkjum sem smáum. Slíkir atburðir eru okkur nær í tíma en flestir gera sér grein fyrir. Þekktustu dæmin er ris nasista í kreppunni 1930 og það sem eftir fylgdi. Ekki er lengra en 10 ár síðan blóðsúthellingar og þjóðernishreinsanir voru stundaðar í hinni friðsælu evrópu. Núna er verið að flytja sígauna nauðuga úr Frakklandi, dagleg mótmæli í Grikklandi (þau eru ekki eins friðsæl og á Íslandi) og nú hótar draugur IRA að ganga aftur með tilheyrandi aðgerðum.
Öfgastefna og þröngsýni Teboðshreyfingarinnar er slík að það minnir óheyrilega mikið á öfgahyggju sem hrjá mörg lslmömsk ríki. Öfgahyggja sem misnotar kristna trú er ekkert skárri heldur en öfgahyggja sem misnotar islamska trú eða nokkra aðra trú. Í öllum tilvikum er trúin notuð sem skálkaskjól til að koma hugsjúku og valdagráðugu fólki til valda og viðhalda þeim völdum. Fólk á að haga sér svona og hinssegin af trúarlegum ástæðum en eiga sér í raun enga stoð í boðskap þeirrar trúar. Þessar reglur eru til að sýna boðvald þess sem stjórnar og auðvelda viðkomandi að drottna yfir hjörðinni.
Það er því full ástæða til að koma í veg fyrir að öfgaöfl komist til valda, sama hvaða nafni þau heita og í hvaða landi þau starfa.
Frambjóðandi Teboðsins sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.9.2010 | 21:05
Hrákan
23.8.2010 | 21:05
KR meistari
Það virðist vera fátt sem kemur í veg fyrir það að KR verði meistari. Það er nefnilega þannig að þegar liðin sem hafa aldrei unnið eru komin á toppinn fer það að vinna á móti þeim. Athyglin sem því fylgir hefur áhrif á liðið og menn fara að passa sig að tapa ekki leikjunum í staðinn fyrir að reyna að vinna þá. Eitthvað sem læðist inn í hausinn á mönnum án þess að þeir taki eftir því. Þess vegna vinnur það með KR að lið sem kunna ekki að vinna eru fyrir ofan þá í deildinni.
Það eru langmestar líkur á því að KR-ingar verða meistarar og reyndar fátt sem getur komið í veg fyrir það.
Langþráður sigur hjá Haukunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2010 | 09:15
Hverjum þjónar Séra Geir
Það væri fróðlegt að heyra Séra Geir eiga þessar samræður við Jesú. Ætli hann myndi leyfa Geir að hylma yfir með barnaníðingum á kostnað barnanna sem níðst er á?
Ég held að Geir hafi gleymt að lesa nokkra kafla þegar hann lærði um kristna trú. Trúnaður við brotamann getur aldrei verið ofar rétti barna í neyð. Það verður að hafa í huga að skriftir og skriftastóll er kerfi sem mennirnir hafa sjálfir komið á. Geir er því fastur í kerfi miðalda en gleymir hinni raunverulegu boðorði trúar þeirrar sem hann talar fyrir (eða telur sér trú um að hann sé að tala fyrir).
Það er bara engan veginn hægt að réttlæta það með trúboði að hylma yfir með kynferðisbrotamönnum.
Ríkari trúnaðarskylda samkvæmt lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2010 | 20:18
Hetjurnar tólf
Annasöm nótt hjá lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)