8.11.2009 | 19:10
Ferguson getur verið mjög óhress
Dómarinn hefði átt að dæma Evans í skammakrókinn til áramóta fyrir eitt glórulausasta kung fu spark í seinni tíð sem hefur sést á vellinum. Ef Ferguson er samkvæmur sjálfum sér ætti hann að fordæma eigin leikmann.
Ferguson óhress með dómarann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þetta. Ég styð Arsenal og er því hlutlaus og mér fannst leikurinn vel dæmdur.
Evans átti að fá tvö rauð spjöld í þessum leik. Fékk hinsvegar bara eitt gullt. Að kvarta um dómaramistök er rugl. Tæklinginn sem svo gaf markið var svokölluð yfirtækling þar sem að taka leikmanninn niður er aðalatriðið en að taka boltan aukaatriði.
United menn sluppu með skrekkinn hvað dómgæslu varðar.
Már (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 19:19
Leikurinn var vel dæmdur fyrir utan þessi tvö rauðu sem Evans átti að fá...vildi ég sagt hafa ;)
Már (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 19:20
Ég er sammála með evans en rooney var dæmdur rangstæður kominn einn í gegn og þegar hann stöðvar leikinn þegar United menn náðu að vinna boltan en Terry lá í grasinu, hefði átt að vera löngu búinn að stöðva hann.
en sem betur fer eru mannleg mistök í dómgæslu stundum ekki myndi ég horfa ef leikurinn væri alltaf stöðvaður til að skoða video!!
Addi (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 19:52
Leikurinn var illa dæmdur á báða bóga. Dómarinn hafði lítil tök á leiknum að mínu mati.
Jon H. (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 20:17
Sorglegt að horfa á óhæfan dómara dæma svona leik fór langt með að klúðra honum enda
Sorglegt að láta óhæfan dómara þennan stórleik.
Ólof Björnsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 20:29
Gott fólk. Linkur á The Guardian. Það er ekki hægt að kenna dómaranum um allt sem illa fór í þessum leik, en hann átti sinn þátt: http://www.guardian.co.uk/football/blog/2009/nov/08/chelsea-manchester-united-alex-ferguson
Mancunian, 8.11.2009 kl. 20:32
Það vita allir fyrir svona leiki að dómarinn á aldrei eftir að taka eftir öllu og hann á örugglega eftir að taka rangar ákvarðanir. Utd voru heppnir að fá ekki Evans rekinn útaf en Chelsea heppnir sömuleiðis, Ivanovich var orðinn rosalega tæpur í endann. Ég er Utd maður og kenni engum öðrum um nema leikmönnum Utd að hafa ekki klárað leikinn. Ef Utd hefði unnið hefði það bara verið Chelsea mönnum að kenna ekki dómaranum. Leikurinn dæmdur svipað á báða boga.
Júlíus Pálsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 23:29
Mikið djöfull er maður orðinn þreyttur á þessu væli í Ferguson. Hvernig væri nú að hann myndi nú vera samkvæmur sjálfum sér og hrósa þá líka dómurunum þegar þeir hjálpa honum að vinna leiki (svona t.d. eins og gerist reglulega á Old Trafford). Hann ætti að prófa að þjálfa eitt af hinum liðunum í deildinni. Sá fengi þá útrás fyrir þetta grenjublæti sitt. Svona vælukjói á ekki virðingu skilið!!
Hilmar (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 09:23
skemmtilegt að lesa þetta frá ykkur Man utd haturs mönnum, sem virðast eingöngu sjá eina hlið á því sem gerist á vellinum. evans heppinn að fá ekki rautt,réttlætanleg aukaspyrna,fletcher átti að fá rauatt og bla bla bla..... þið vilduð væntanlega ekki sjá þegar Terry togaði Valencia niður í teignum..klárlega víti.. þið eruð líka væntanlega sammála því að Rooney hafi verið rangstæður þega hann komst einn í gegn og línuvörðurinn flaggaði(ashley cole spilaði hann réttstæðann),þið tókuð væntanlega ekki eftir þegar Ivanovic rak takkana í hnéð á giggs í tæklingu (beint rautt spjald), þið eruð væntanlega á þeirri skoðun að um aukaspyrnu hafi verið að ræða á fletcher rétt fyrir markið, þið sáuð væntanlega ekki þegar wes brown var rifinn niður í kjölfarið og að drogba hafi ekki verið rangstæður og hafði engin áhrif á leikinn....... OG síðast en ekki síst, þá sáuð þið væntanlega Chelsea menn hreinlega rúlla yfir Man utd og verið miklu betri aðillinn í leiknum....þið eruð meiri trúðarnir, ég horfði á þennan leik á SKY og það var farið ofan í saumana á leiknum og öll vafatriði tekin fyrir,,,,Commentterararnir voru því sammála að allt þetta ofan talið hafi verið rugl dómgæsla og þar á meðal sat hinn ástkæri púllari Jamie Redknapp.... þó svo að maður hafi séð þessi atriði sjálfur í sjónvarpi og dæmt út frá því ...þá tek ég nú meira mark á hlutlausum aðillum SKY fréttastofunar en ykkur.....Því það sem sá ,voru tvö bestu lið Englands spila og liðið sem tapaði var einfaldlega betri aðillinn í leiknum.
Guðbjörn Sigurjónsson, 9.11.2009 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.