23.4.2009 | 23:49
Ömurleg kosningabarátta
Við erum að upplifa eina ömurlegustu kosningabaráttu sem hugsast getur. Lausnir eru fáar og fálmkenndar og engan vegin traustvekjandi. Tengsl viðskiptaífs og stjórnmála virðist samofin þ.s. fyrirtæki virðast kaupa sér málssvara. Hræðsluáróður er alls ráðandi, það verður hrun ef við gerum þetta og líka hrun ef við gerum það ekki. Ef enginn virðist vera búinn að taka eftir því þá erum við í miðju hruni og við erum enn í frjálsu falli. Enginn þorir að tala um hvernig ástandið raunverulega er og í besta falli halda einhverjir í þá von að sérlegir vinir okkar Bretar komi okkur í ESB á einu ári til þess eins að slá á eigið atvinnuleysi með fiskveiðum við Ísland og vinnslu fisksins á Bretlandi.
Af hverju er ekki rætt um að það þarf að brúa 150 milljarða fjárlagahalla næsta ár, fjöldi fyrirækja er á leiðinni á hausinn og við erum nýbúin að setja heimsmet í atvinnuleysisaukningu. Núna virðist uppgjör bankanna verða mun verra en við var búist og er talað um 1.000 milljarða í því sambandi. Á sama tíma eru frambjóðendur að bjóða fólki upp á kosningavíxla hér og kosningavíxla þar. Það væri kannski hægt að byggja jarðgöng eða tónlistarhús ef þið bara kjósið mig.
En ég bara spyr, hver fær ekki læknisþjónustu, félagslega þjónustu eða skólavist meðan við ætlum að efna þessi glæsilegu og nauðsynlegu loforð?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einmitt. Það er morgunljóst að það verður skorið talsvert niður, sérstaklega í velferðarkerfinu. Jóhanna kom frekar illa út úr umræðunni í kvöld þegar hún sagðist ætla að ,,athuga hvað hægt væri að skera niður", meðan hún vildi svo ekki nefna neitt sérstakt.
Búum okkur undir blóðuga tíma...
Sigurjón, 25.4.2009 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.