31.1.2009 | 22:50
Já hlutleysi
Ég skil ekki alveg þessa gagnrýni sem Framsókn fær í þessu. Við höfum haft nóg af klappstýrum í íslenskri pólitík og stjórnsýslu og fyrir mitt leyti er komið nóg af slíku. Ef þetta er viðleitni Framsóknar til að negla aðgerðirnar betur niður og gera þær líklegri til árangurs er til mikils unnið.
Framsókn er ekki bara að verja með hlutleysi því þeir verða að kjósa með frumvörpum ef stjórnarandstaðan kýs á móti þeim. Þetta er því ekki hlutleysi heldur eins konar já - hlutleysi og það gerir það ekki nokkur maður með viti að samþykkja fyrirfram eitthvað ef það er ekki ljóst hvað það er sem á að samþykkja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.