Ég er að þrífa

Ég ætlaði að fá mér kók í dós sem mér áskotnaðist með kvöldmatnum. Það vildi þó ekki betur til en svo að um leið og ég þrísti á lokið sprautaðist kókið framan í mig og í hálsmálið á mér, mér fataðist flugið og var í mestu erfiðleikum með að hemja dósina þar sem kókið spýttist í allar áttir meðan sonur minn lá í hláturskasti á gólfinu yfir óförum mínum. Á endanum var hálf dósin búinn að sprautast á mig og út um allt eldhúsFrown  Jæja, ég fæ þó kannski nokkur prik frá konunni fyrir að þrífa eldhúsið óvænt meðan hún er að heimanUndecided

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þér var nær að drekka þennan ófögnuð.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.9.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Anna Sigga

Pollysteinn

Anna Sigga, 17.9.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það er rétt hjá þér Guðrún, þetta var eiginlega gott á mig. Ég get ekki sagt að þetta sé fyrirmynd í mataræði.

Anna, ég gerði mitt besta en Briet var fljót að komast að því að eitthvað skrýtið hafði skeð þar sem þetta fór út um ALLT eldhús við erum enn að finna fleti með kókslettum, núna síðast í gærkveldi.

Steinn Hafliðason, 18.9.2008 kl. 09:30

4 identicon

Já Steinn það er ekki uppá þig logið, það var nú samt eins gott að þetta var bara kók sem þú sullaðir þarna niður en ekki bjór.

Egill (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband