4.9.2008 | 11:06
Hvernig hefði hún átt að getað klúðrað ræðunni
Sérfræðingar repúblikaflokksins eru búnir að liggja yfir þessari ræðu svo hún verði alveg skotheld. Eina sem hún þurfti að gera var að æfa sig fyrir framan spegilinn og setja á sig varalit um morguninn. Ég reikna með að hún sé búin að taka Dale Carnegie og fá leiðsögn hjá JCI í framkomu og ræðumennsku þannig að hún hefði verið algjörlega óhæf ef þetta hefði ekki tekist þokkalega.
Það er naumast að tilfinningarnar flæða eftir þessa ræðu, sem þótti samt ekki glæsileg, að þarna er bara risin stjarna á einni nóttu og McCain kominn með annan fótinn í Hvíta húsið.
Palin fær góða einkunn fyrir ræðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kaninn er allur í sjóbis. Það skiptir greinilega engu þó ekki eitt orð sé innblásið frá konunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:30
ÆÆ þeir eiga svo auðvelt með að sýna tilfinningar þarna í Ameríku. Pínu drama stundum.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.9.2008 kl. 21:19
Til hamingju með daginn í gær í 3ja sinn ;)
En svo er bara að henda nokkrum æstum einstaklingum í krádið og múgæsingin sér um rest ;P
Anna Sigga, 5.9.2008 kl. 14:13
Þakka þér fyrir afmælikveðjuna Anna mín
Steinn Hafliðason, 5.9.2008 kl. 21:09
Til hammó með ammó Steinn. Ja, það er ekki gott að segja hvernig hún hefði getað klúðrað ræðunni. Kannske ef hún hefði endurtekið þessa ræðu...
Sigurjón, 9.9.2008 kl. 04:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.