30.6.2008 | 11:43
Og hvað með það?
Ég hef aldrei skilið þessa hækkunarvísitölu. Það skiptir veskið mitt ekki neinu máli hver hækkar og hver lækkar heldur hvað karfan kostar. Það er auðvitað nauðsynlegt að fylgjast með því hvernig verðlag þróast en þessi verðbreytingarvísitala segir mér afar lítið ef könnunin sýnir ekki hvað varan kostar. Ég býst við því að þeir sem hafi lægstu álagninuna hafi minni tækifæri á að taka á sig verðhækkanir og því er rökrétt að lágvöruverslanir sem eru með lága álagningu neyðist til að hækka meira en verslanir sem hafa meiri álagningu.
Þessi könnun segir mér því afar lítið annað en að verðlag er að hækka en það dugar mér að fylgjast með verðbólgutölum til þess. Það myndi gagnast mér betur að sjá samanburð á hvað karfan kostar í hverri búð fyrir sig heldur en hvað þær hækka milli mánaða.
Bónus hækkar mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
samt fróðlegt að sjá að verð í bónus er búið að hækka um 7,7% síðan í apríl en Hagkaup um 3,7% og 10-11 um 4,1%. Því það eru Hagar sem kaupa inn vörur í allar þessar verslanir þannig að verð frá birgjum hefur hækkað jafn mikið til þeirra allra!!!
Aðalsteinn (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:47
Já, ekki nóg með það: Hagar kaupa inn af Aðföngum, sem eru líka í eign Baugs. Talandi um hringa(bauga)myndun...
Öss...
Sigurjón, 2.7.2008 kl. 04:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.