28.4.2008 | 22:55
Bíddu meðan ég æli
Keppti fyrsta knattspyrnuleik ársins utanhúss í gær. Minns ekki í góðu formi og ekki sem bestur í heilsunni þannig að ég mætti með sólgleraugun til að fólk sæi mig ekki. En gestgjafarnir voru erfiðir viðureignar en ég bjóst við og það var erfitt að burðast með þessi döpru aukakíló. Að sjálfsögðu vildi ég nú ekki viðurkenna vanmátt minn né að ég væri eitthvað þungur á mér þannig að ég keyrði mig út í upphafi seinnihálfleik. Fékk að hvíla á bekknum í kortér en fór aftur inn á síðasta kortérið (æfingaleikur og frjálsar skiptingar). En síðasta kortérið var ekki það besta því ég var ennþá alveg búinn þegar ég kom aftur inná. En til að þjálfarinn, áhangendur og samkeppnisaðilar um stöður í liðinu sæi ekki að ég væri bara ekki betri harkaði ég af mér. Á endanum gat ég ekki meir og bað dómarann að bíða meðan ég ældi (hann hélt að ég væri að grínast og hló að brandaranum mínum). Frekar vildi ég æla en að gefa stöðuna mína eftir og ég held að mér hafi tekist að gera það án þess að fólk hafi áttað sig á því hvað gerðist í raun og veru
. Í framhaldi af lélegu líkamsformi og nokkrum aukakílóum ætla ég að fara að hreyfa mig meira og borða hollari mat. Frekar æli ég 10 sinnum heldur en að missa stöðuna í liðinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.