Af hverju að lækka bensínið?

Ég vildi nú frekar sjá lækkaðan skatt á matvöru en eldsneyti þó að hvoru tveggja væri vel þegið.

Matvara er eitthvað sem ALLIR hagnast á í lægra vöruverði en ekki bara þeir sem eiga bíla. Þeir sem eiga minnstan pening eiga væntanlega færri bíla og hlutfall matarnauðsynja er stærra hlutfall af útgjöldum þeirra en annara. Ef við hugsum um heildarhag neytenda hefur lækkun á skattlagningu matvöru meiri bein áhrif á budduna heldur en eldsneytið.

Þess vegna vil ég frekar þurfa að borga eldsneytisskatt heldur en matarskatt.


mbl.is „Alltof harkalegar aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú reynt fyrir stuttu... en allt kom fyrir ekki, áhrifin eru horfin í dag

K (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Lægri skattur vinnur á móti þeim hækkununum. Heimsmarkaðsverð hefur verið að hækka á matvælum þannig að það þarf ekkert að koma á óvart að matvara hafi hækkað.

Steinn Hafliðason, 23.4.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Halla Rut

Er fólk ekki bara almennt fengið nóg á okri stjórnvalda til að halda fáum í blómlegum viðskiptum.

Halla Rut , 23.4.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Jú ég get tekið undir það Halla. Ég held að þetta snúist ekki eingöngu um eldsneyti heldur séu margir fúlir og í raun að mótmæla út af háu verðlagi almennt.

Steinn Hafliðason, 23.4.2008 kl. 16:53

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eldsneytisgjöldin eru innheimt til að borga fyrir vegina, byggingu þeirra og viðhaldi. Vilja menn að menn fari að byggja vegina og viðhalda þeim frítt?

Gestur Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Gleðilegt sumar frændi og sumarkveðjur í Grafarvoginn

Vilborg G. Hansen, 24.4.2008 kl. 10:17

7 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þakka þér sömuleiðis, það er kominn tími til að setja upp sólgleraugun

Steinn Hafliðason, 24.4.2008 kl. 11:06

8 identicon

Gestur ég tilheyri hópi fólks sem stundar að ferðast um á svokölluðum enduróhjólum og hafa þau orðið sívinsælli og eru til aksturs á vegum landsins enda lögskráð á hvít númer með öllu sem því fylgir bifreiðagjöldum iðgjöldum ofl.

Það hefur orðið sprenging í notkun á þessum fararskjótum og er fólk að kalla þetta crossara sem er allt annað fyrirbæri og er til notkunar á kepnnisbrautum og lokuðum einkasvæðum.

En ekki er byggður slóði handa mér að hjóla á og hestafólk er a færa sig upp á skaftið með að fá okkur úthýst af gömlum slóðum og þjóðleiðum sem liggja þvert og kruss um okkar fallega land.

Ég spyr getur þú staðhæft eða allavega komið með staðfestar tölur um hvað mikið af olíuverðinu sem rennur til ríkisins fer í vegaframkvæmdir og gatnagerð.

Hvað mikið af gjöldum af Endúróhjólum fer í að byggja slóða fyrir mig og mitt áhugamál eins og eytt er í hestafólk og mannvirkjagerð fyrir það skeiðvellir reiðstígar ofl ofl.

Skal allavega fullyrða það að það er bara brot af þessum milljörðum sem koma inn gegnum eldneytissölu sem fer í vegagerð því ef svo væri ættum við betri vegi þeas umhverfi vegana væri öruggara því að það sem veldur flestum banaslysum í umferðini hér við veltu eða útafakstur er að umhverfið sem við tekur eftir að farið er af veginum er mjög óvinveitt.

Ekki segja svona þvælu að við séum að nota allt í vegagerð það er bara bull staðhæfing hjá þér því við eigum að eiga flottustu vegakerfi í heoimi miðað við hvað ríkið tekur af hverjum lítra eldsneytis til sín. 

Gummz (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:03

9 identicon

Já matur er betri en bensín.  amen við því og hananú.

Brúnkolla (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband