Að hringja í frægan

Þurfti að fá viðtal við landsþekktan leikstjóra í dag. Það er tveggja tíma process að taka upp símann í slíkt. Fyrst þarf maður að vita hvað leikstjórinn er nú búinn að gera í gegnum tíðina þannig að maður líti ekki út fyrir að vera algjör hálviti í símanum. Google og vinnufélagar redduðu lista yfir allt sem hefur drifið á daga hans (15mín).

Þá þurfti að finna út hvar ég gæti nú hitt hann. Það þarf auðvitað að vera á rólegum og þægilegum stað s.s. góðu kaffihúsi. Vandamálið er að ég er enginn kaffihúsakall og þurfti því aftur ráðgjöf vinnufélaganna. Það kostaði rökræður margra fram og til baka hvaða kaffihús væru nú best (15 mínútur).

Ja.is reddaði númerinu á 1 mínútu.

Hvað á ég svo að segja við kallinn þegar hann svarar? Góð spurning. Þessu velti ég fyrir mér fram og aftur því ég þurfti auðvitað að hljóma gáfulega svo hann héldi ekki að ég væri einhver amatör. Eftir hálftíma íhugun kreisti ég fram nokkra punkta sem ég skrifaði niður. Nú var ég kominn með lista yfir ferilinn hans, símanúmerið og hvað ég ætlaði að segja. Já best að skrifa nafnið sitt á miðann ef ég skildi stressast upp og fara að stama. Þá gæti ég bara lesið það beint upp af blaðinu mínu. "Góðan daginn, ég heiti Steinn og er að gera..." Já hljómar vel.

Nú er þetta orðið skothelt. Ef ég verð stressaður og gleyminn þá er allt sem ég ætla að segja skrifað á blaðið. Ef hann spyr hvar við eigum að hittast er ég með tillögu um það og já...best að skrifa niður tillögu að tíma ef það dæmist á mig að koma með svoleiðis. Nú getur ekkert klikkað, netið er búið að upplýsa mig svo mikið um hann að ég veit sennilega meira um hann en hann sjálfur ef hann skildi fara í einhverja spurningaleiki um sjálfan sig.

En það er eitt sem ég gleymi, ég má alls ekki hljóma stressaður, þá heldur hann að ég sé bara að þessu til að fá eiginhandaráritun. Best að lesa listann yfir og fá sér einn kaffibolla. Af einhverjum eru núna liðnir tveir tímar síðan ég ætlaði að hringja en ég hef loksins komist að þeirri niðurstöðu að þetta er ekkert verra en hvert annað verkefni, það þarf bara að vinna það og óþarfi að vera eitthvað stressaður. Með skjálfandi hendi og svitabletti undir höndunum hringi ég loksins.

TALHÓLF!!! ÉG ER BÚINN AÐ EYÐA TVEIMUR KLUKKUTÍMUM Í ÞETTA OG ALLT SEM ÉG FÉKK ÚT ÚR ÞVÍ VAR TALHÓLFAngry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

HAHAHAHAHAHAHAHA! aaaaaah... þvílíkt let down!

Talhólf eru verkfæri djöfulsins!... banna þetta drasl...

Signý, 15.4.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Tinnhildur

 þetta var yndisleg lesning.

Tinnhildur, 15.4.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Grét af hlátri,  tárin komin niður á  olboga.

Þú ert alltaf betri og betri,  þetta toppar enginn

Guðjón Guðvarðarson, 16.4.2008 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband