4.3.2008 | 10:44
Hvernig eiga þeir að fara að því?
Ég sé það ekki fyrir mér að hinn almenni borgari getið kafað ofaní hversu traustir ákveðnir bankar eru varðandi að geta greitt innlán til baka. Þetta er einungis til þess fallið að ala á fordómum því skv þessari frétt vísar breksa fjármálaeftirlitið ekki í nein viðmið sem er hægt að nota á einfaldan hátt. Ætli það sé vegna þess að þessir erlendu bankar séu kannski bara jafn vel settir og þeir bresku. Þeir hafa allavega ekki farið á hausinn eins og Northern Rock.
Er íslenska bankakerfið farið að hrista þannig upp í bretunum að þessi þolinmóða þjóð gagnvart erlendum fjárfestum er farin að reyna að hrista þá af sér?
Breska fjármálaeftirlitið varar sparifjáreigendur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjir fjármagna fréttamiðlana í Bretlandi? það skildi þó ekki vera breskir bankar
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 10:57
Ég kom hvergi auga á neina aðvörun frá breska fjármálaeftirlitinu til erlendra fjárfesta og fjárgesta þegar einn óstöðugasti gjaldmiðill Evrópu og ERM samvinnunar, breska pundið, varð svo að segja gjaldþrota í páfuglafjaðra gjaldeyris-samkeppni Norman Lamonts fjármálaráðherra við þýska Bundesbankann árið 1992 og neyddist til að draga sig út úr gagnkvæmri bindingu við hin ERM löndin. Margir töpuðu stórt á gengisfellingu breska pundsins þarna. Stór fjöldi fyrirtækja varð gjaldþrota sem afleiðing af að hafa stundað gjaldeyrisspákaupmennsku í hjáverkum. Líkin flutu út um allt.
Þess má geta að við sama tækifæri neyddist sænski seðlabankinn, Riksbanken, til að hækka stýrivexti sína í 500% (fimm hundruð prósent) til þess að verja einhliða bindingu sænsku króunnar við ERM-gengisbandið (álíka binding og margir íslendingar eru núna að biðja um fyrir hönd íslensku króunnar). En allt kom fyrir ekki. Sænski seðlabankinn gat ekki frekar en Englandsbanki varið sinn gjaldmiðil og báðir féllu stórt, og hafa mögulega aldrei jafnað sig að fullu síðan.
Þess má einnig geta að á þessum tíma kölluðu gárungarnir ERM samvinnuna fyrir "The Extended Recession Mechanism" :)
Athugið: ERM er núna orðið að Euro og Euro Zone. Á meginlandi Evrópu var ERM oft nefnt EMS
Gunnar Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:43
Þakka ykkur fyrir þessar pælingar Gunnar og Gunnar.
Steinn Hafliðason, 4.3.2008 kl. 13:12
Mér finnst þetta lykta af fáfræði og fordómum
Steinn Hafliðason, 4.3.2008 kl. 13:14
þ.e. það sem breska fjármálaeftirlitið var að segja.
Steinn Hafliðason, 4.3.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.