19.2.2008 | 09:45
Þversögn
Þeir geta reiknað nákvæmlega út geimferð til mars og þeir geta reiknað nákvæmlega út hvenær það veðrur aftur sólmyrkvi. En þeir geta ekki reiknað út hvar gervitunglið kemur inn í gufuhvolfið...EN þeir geta reiknað út hvar á að skjóta það svo brakið lendi í sjónum.
Þetta hljómar þversagnarkennt fyrir mér og mestu áhyggjurnar hjá þeim er að hann lendi á eldsneytisleiðslum en ekki á íbúðabyggð, flugeldaverksmiðju, flugvél eða kjarnorkuveri.
Kannski eru þeir að spila á afsökun til að prófa eldflaugakerfið hjá sér (eins og Rússar halda fram).
Reyna að skjóta niður stjórnlaust gervitungl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta gæti líka verið vegna þess að þeir vita að gervitunglið lendir á óvinveittu landsvæði, og það inniheldur njósnabúnað og upplýsingar sem þeir vilja ekki missa í óvinahendur.
Elís Traustason (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:42
Það að reikna út sólmyrkva er ,,ekkert tiltökumál'' þar sem ferð tunglsins í kringum jörðina og ferð jarðarinnar um um sólina er mjög stöðug og þekkt.
Það geta verið margir óþekktir faktorar sem spila inn í það hvar gervitunglið lendir, hversu skarpt það stefnir inn í lofthjúpinn, hvernig loftþrýstingur er á leiðinni, hvort það lendi á einhverju drasli á leiðinni og væntanlega eitthvað fleira í þeim dúr. Það er langt þangað til það á að lenda á jörðinni og því hafa litlir faktorar mikið að segja.
Það sama verður hins vegar ekki sagt um það þegar þeir ætla að skjóta það niður, eldflaugin er ekki svo lengi á leiðinni að gervitunglinu frá jörðinni, þeir geta séð hvar það er hverju sinni, svo það getur ekki verið svo erfitt að sjá hvar það er nokkrum mínútum eða klukkutímum seinna, þó nokkrir dagar eða vikur séu annað mál.
Reyndar er kjánalegt að þeir hafi áhyggjur af því að tunglið lendi á eldsneytisleiðslum, það er ekki eins og þær þekji mikinn hluta jarðarinnar.. :)
Kári Hreinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:07
Ég var einmitt að hugsa það sama með þessar eldsneytisleiðslur...
Hljómar eins og æsifréttamennska fyrir mér, nú eða þá léleg tilraun til að tala upp olíuverðið :P
Rebekka Búadóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.