Hvar eru konurnar?

Fór í tíma í morgun upp í háskóla sem ber yfirskriftina "nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana" sem er hið besta mál. Það sem vakti helst athygli mína er að það er enginn kvenmaður í þessu námskeiði. Ekki einn kvenmaður mætti í morgun.

Eftir alla þessa umræðu undanfarið um að konur eigi rétt á þessu og hinu og að konur eigi að standa jafnfætis öðrum átti ég von á að þarna væri einmitt tækifæri til að nýta. Þetta minnir mig svolítið á það þegar vinkona mín ætlaði á námskeið hjá VR í að semja um launin sín. Námskeiðið var fellt niður vegna ónógrar þátttöku. Á svipuðum tíma þrömmuðu þúsundir kvenna niður í bæ og kröfðust jafnréttis í launum. Það hafa verið haldin námskeið sem heita að ég held "kraftur í auði kvenna" og fleiri í þeim dúr. Geta konur ekki tekið þátt nema hlutirnir séu sérsniðnir handa þeim. Verður samfélagið þannig að konur og karlar lifa í aðskildum heimi í framtíðinni?

Það er ekki hægt að segja að þátttaka kvenna í gerð viðskiptaáætlana sé dómur yfir þeim en það vekur óneitanlega upp spurningar að á meðan háværar raddir um að konur sitji í stjórnum fyrirtækja þá ætli þær körlunum um að taka áhættuna á að stofna til þeirra.

Sú staðreynd að hver er sinnar gæfusmiður fæst seint samþykkt af fjöldanum en það er samþykkt af þeim sem stofna til eigin fyrirtækja og voru með mér í morgun. Ég vona að mætingin hafi verið óvenju dræm þar sem þetta var fyrsti tími vetrarins og einhverjar konur eigi eftir að láta sjá sig því það myndi gera samfélaginu gott að fleiri konur myndu stofna fyrirtæki á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugir ekki!

En í alvöru - hvar sækir þú námskeiðið.  Stend einmitt þessar vikurnar í þvi að gera viðskiptaáætlun í nýsköpunarverkefni? 

Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Sæl Alma,

Námskeiðið er í Háskóla Íslands og er númer 08.22.18. Heimasíða þess er hér. Ég veit ekki hvort að það er of seint að skrá sig en þú getur prófað að hafa samband við Háskólann og athuga það ef þú hefur áhuga.

Ég mæli líka með eftirfarandi heimasíðum hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands:

Frá hugmynd að vöru

Gerð viðskiptaáætlunar

Vöruþróun

Markaðsáætlanir

Einnig er hægt að skoða þessar síður (er ekki búinn að skoða þær allar sjálfur og get því ekki dæmt um gæði þeirra).

Steinn Hafliðason, 8.1.2008 kl. 09:10

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Gangi þér allt í haginn með nýsköpunarverkefnið Alma

Steinn Hafliðason, 8.1.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband