Nýr sleði

Þá er sonur minn sem er 4ja ára búinn að fá sína fyrstu jólagjöf þetta árið. Við hjónin ákváðum að gefa honum sleða til að hann gæti rennt sér en vorum farin að hafa áhyggjur af snjóleysinu hér í borginni.

Það var því eftir pöntun að það kom rétt nægilega mikil snjódrífa um hádegið til að hægt væri að renna sér. Sonurinn stökk hæð sína þegar hann sá hvað var í pakkanum og kallaði og skríkti að hann væri búinn að eignast sleða. Síðan flögraði hann eins og fiðrildi í kringum mig meðan ég skrúfaði hann saman. Auðvitað fékk hann sjálfur að skrúfa nokkrar skrúfur eins og Bubbi Byggir gerir best og fannst honum hann verða helmingi klárari eftir þá reynslu.

Ég heyrði hjartsláttinn í honum langar leiðir meðan hann beið í ofvæni eftir að gripurinn væri tilbúinn. Á endanum brast honum þolinmæðin og þreif af mér sleðann áður en ég náði að festa síðustu skrúfuna og þóttist keyra um á flutningasleða sem hann kallaði krakkari. Þannig varð hann að prófa nýja tækið á heimilinu einn hring áður en ég fékk að klára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár til þín og þinna.

Veðurguðirnir hafa heldur betur séð til þess að sonur þinn geti notað sleðann sinn yfir hátíðarnar. 

Björg K. Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Varstu nokkuð að tala um skrúfuna, sem er inní höfðinu á þér.

Eiríkur Harðarson, 27.12.2007 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband