20.12.2007 | 12:28
Búinn í prófum
Loksins kláraði ég síðasta prófið í gær. Ég er búinn að safna upplýsingum um hvar ég er í lífinu og komist að eftirfarandi niðurstöðu:
1. Í dag er 20.desember 2007
2. Konan mín og barnið mitt búa enn í sama húsi og ég. Hún er ekki búin að skilja við mig
3. Það eru að koma jól og ég á eftir að gera allt nema kaupa jólagjafir
4. Ég keypti mér bíl einhvern tíman í haust
5. Ég hélt að það væri ennþá haust út af veðri en konan mín er búin að sannfæra mig um að það sé kominn desember
6. Ég er búinn að skipta um vinnu
7. Siggi svili er búinn að fara til Kína í nokkra mánuði og kominn aftur
8. Anton svili er búinn að búa hjá okkur í allt haust
9. Arsenal er efst í ensku deildinni
10. Það er kominn nýr nágranni
Já það er margt sem gerist meðan hugurinn er í skólanum. Hlýtur að vera óþægilegt að vera í dái í marga daga, vikur eða mánuði og umhverfið og jafnvel samfélagið er breytt þegar maður vaknar.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.