Er þetta bara fyrir karla?

Geta konur ekki alveg eins horft á enska og spilað playstation meðan karlarnir versla? Ég skil ekki alveg þessa umræðu.


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta segir fréttin orðrétt:  Í nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn fyrir heimilið

Skilurðu umræðuna nú? Aðallega finnst mér þetta niðurlægjandi fyrir karlmenn, eins og þeir séu einhverjir aukahlutir í heimilismálum, en þarna er krystal tært verið að spila á mismunun, eldgamlar hugmyndir um kynin og fordóma.

linda (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég sé engan skrifaðan fyrir þessum orðum. Þetta gæti alveg eins verið túlkun fréttamannsins. Það er ekki allt kórrétt það sem birtist á fréttasíðum.

Steinn Hafliðason, 29.11.2007 kl. 10:22

3 identicon

Æji, þetta er hálfslöpp tilraun til að gera lítið úr þessu. Ertu þá að meina að bara þessi frétt sé röng? Eða allar fréttir? Kannski er EKKI byrjað að afferma Axel í dag? Kannski er lesleikni íslenskra barna ekki í meðallagi? Eigum við þá nokkuð að treysta þessum miðlum? Hvað með fréttinu um bleiku og bláu umbúðirnar á nýfæddum? Kannski var hún túlkuð eitthvað vitlaust af fréttafólkinu? En þú varst ekki lengi að stökkva á hana og láta í ljós hneigslan þína yfir henni.

Nei Steinn, það held ég að sé alveg á hreinu að þegar þetta herbergi var sett upp að sá forpokaði einstaklingur sem að ákvað að setja inn hægindastóla og stóran skjá sem að sýnir fótbolta var ekki að hugsa um konurnar.

Linda (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:13

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég efast ekki um tilvist þessara herbergja. Ég hef þó sannreynt að margar fréttir eru langt frá því að vera réttar þó að atburður hafi átt sér stað, það er alltaf túlkun í hverri frétt.

Í fréttinni um Axel í gær var á reiki í gær hvort gæslan hefði tekið yfir stjórn fyrirtækisins. Fólk er ekki sammála um sama hlutinn af því að það túlkar hann á msimunandi hátt.

Ef við setjum okkur í spor fréttamannsins og hvaða hagsmuna hann hefur að gæta er það hans keppikefli að fá mikla athygli á fréttir sínar eins og fyrirsagnir bera oft með sér þar sem þær ýkja oft veruleikann og gera lesandann forvitinn. Ein leið er að fá mikla umfjöllun um fréttina eins og þessum blaðamanni hefur greinilega tekist. Það logar allt samfélagið út af þessari frétt og hver græðir á því annar en fréttavefur moggans.

Í Hagkaup vinnur margt fólk af báðum kynjum og ég er ansi svikinn ef annað kynið er svo undirgefið að það hafi ekki haft neitt um nýju búðina að segja.

Varðandi bleikar og bláar umbúðir er ég nú ekki einn um að klæða börn í bleikt og blátt og ég held að það sé ekki hægt að binda það við neitt kynjamisrétti.

Steinn Hafliðason, 29.11.2007 kl. 11:25

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

...og svo held ég nú að það verði nú fleiri en karlar sem eigi eftir að setjast þarna niður. Eldra fólk og öryrkjar eiga væntanlega eftir að setjast þarna og hvíla sig. Nú ef fólk hefur ekki áhuga á fótbolta þá er örugglega hægt að horfa á eitthvað annað s.s. survivor, fréttir o.s.frv.

Ég sé alveg hagnað minn þegar ég fer að versla með krakkann. Þægilegt að vita af honum límdum í playstation eða horfandi á teiknimynd. Sparar mér tíma og fyrirhöfn.

Steinn Hafliðason, 29.11.2007 kl. 15:41

6 identicon

Atli Bergur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:07

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er nátturulega bara rugl, sama hvernig er litið á það og ennþá meira fáránlegt að konur sjá þetta sem ógn við sig.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 16:14

8 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Það er ágætt að vita af þessu í verslunum, því eitt það leiðinlegasta er að fara í verslanir. 

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 1.12.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband