Vélkennarar

Námið var með kokteil fyrir námshópinn. Skemmtilegt að hitta kennarana og samnemendur utan námsins og kynnast þeim á annan hátt. Kennararnir verða stundum eins og dómarar í knattspyrnu, maður lýtur ekki á þá sem manneskjur heldur frekar sem vélar sem eru bara þarna og sinna sínu hlutverki eins og til er ætlast. Svo kemst maður að því að þetta fólk hefur kannski sömu áhugamál, þekkir sama fólkið eða eitthvað þess háttar. Það er miklu skemmtilegra að vera í tíma hjá kennara sem er manneskja en ekki bara "kennari".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Vissurðu þetta ekki?  Kennarar eru sko fólk eins og við. Ég á náttúrulega móður og systur sem eru kennarar og svo hef ég sjálf verið með róbótaputtana mína aðeins í kennslu, þannig að ég er skrefi á undan þér í þessu vitneskjuþorpi

Anna Sigga, 13.10.2007 kl. 12:57

2 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Steinn!   Ef þú ætlar að  halda svona áfram að hrósa kennurum,  hætti ég að fara inn á síðuna þína!!!

Þetta er alveg á skjön við þjóðfélagsumræðuna,  athugaðu nú þinn gang,  mjög varasöm leið sem þú stiklar þarna. 

Guðjón Guðvarðarson, 14.10.2007 kl. 15:42

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ef kennarar fengju betri laun væri ég löngu orðinn kennari sjálfur. Ég vona að ég sé áfram velkominn og þú hættir ekki að kíkja á síðuna mína þrátt fyrir þennan kennaraáhuga minn

Steinn Hafliðason, 14.10.2007 kl. 18:58

4 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Oft er ég búinn að  tjá mig um kennara,  fer ekki enn einu sinni út í þá sálma,  nema.....

Ef hægt væri að greiða kennurum laun eftir vinnuframlagi og gæðum þess,  væru þeir á fínum launum.

Meðan allskonar slugsarar hanga við þetta hangandi hendi,  geta launin ekkert annað er versnað,  og slugsurunum fjölgar.

Sennilega væri það  besta kjarabótin fyrir þá og jafnframt það besta sem kæmi fyrir menntakerfið í heild sinni að:  Hætta þessu kjaftæði um að hækka lægstu launin,  einkavæða alla skóla,  greiða skólum fyrir árangur (samræmd próf í öllum deildum).  Þá myndu skólarnir berjast um þá kennara sem væru í þessu af annari ástæðu en margir eru nú.

Steinn minn,  þú passar engan veginn í þennan hóp,  þó svo það sé mikill fagurgali á þeim,  stundum.

Hafir þú ekki gert þér grein fyrir því,  þá segi ég þér það núna:   Hann Steinn þrífst á því að  skila árangri,   öðruvísi ekki.

Guðjón Guðvarðarson, 15.10.2007 kl. 22:00

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það er rétt hjá þér Guðjón, ég þoli ekki árangursleysi

Steinn Hafliðason, 18.10.2007 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband