Herra viðutan

Stundum koma dagar þegar maður hefði bara átt að sofa aðeins lengur. Í vikunni var einn svoleiðis dagur þar sem ég var ofur utanvið mig.

Dagurinn byrjaði á því að ég keyrði framhjá bílastæðinu í vinnunni og þurfti því að keyra dágóðan spotta til að komast til baka.

Þegar ég ætlaði niður lyftuna seinna um daginn stóð ég dágóða stund, hugsandi um það sem ég var að fara að gera áður en ég fór að undrast hvað lyftan væri lengi á leiðinni niður. Þá hafði ég bara gleymt að ýta á takkann sem sagði lyftunni að fara eitthvað.

Svo dottaði ég í kennslustund með skjalaverðinum og ég varð að biðjast afsökunar á því. Við vorum bara tveir á fyrirlestrinum sem vorum að hlusta.

Þegar ég kom svo úr fyrirlestrinum tók ekki betra við. Guðrún í innkaupadeildinni átti afmæli og hafði komið með köku í tilefni af því. Þar sem ég var svo þreyttur tók ég mér kaffibolla í hönd og ætlaði að fá mér kaffi með kökunni svo ég myndi vakna aðeins. En á leiðinni að kaffivélinni ákvað ég að fá mér frekar kökuna fyrst en hún rataði auðvitað í kaffibollann þangað sem kaffið átti að fara.

Að lokum sullaði ég niður á mig í hádegi þannig að hvíta skyrtan mín varð skítug og ég tók ekki eftir því fyrr en ég fór heim.

Þetta var sem sagt frábær dagur sem ég vil bara gleyma sem fyrstSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband