Herra öfugsnúinn

Ég er Herra Öfugsnúinn. Ég fékk mér enga rjómabollu á bolludaginn og borðaði ekki á mig gat um jólin. Ég borða lítið páskaegg um páskana. Samt er ég ekki hófsmaður. Þvert á móti er ég óhófsmaður þegar kemur að góðum mat, sætindum og gosi. Ef ég myndi hætta að fá mér kók og prins myndi þjóðarframleiðslan dragast merkjanlega saman.

Það er einhvern veginn þannig að þegar allir í kringum mig missa sig í ofáti og óhollustu að þá fer ég að hugsa um alla þá ofgnótt sem við neytum. Ég fer að hugsa um hvað við eigum það gott og hvað við förum illa með það heilsusamlega umhverfi sem við lifum í. Í staðinn fyrir að vera heilsusamlegasta þjóð í heimi erum við einhvern vegin ein af óheilsusamlegustu þjóðum heims. Stór hluti þjóðarinnar er of feitur en við höfum nóg af heilsusamlegu fæði. Við höfum bestu vísindalegu þekkinguna á hollu mataræði en samt er þjóðin of feit. Við höfum bestu líkamsræktaraðstöðurnar en samt er þjóðin of feit.

Nú gætu þeir sem til mín þekkja fussað yfir því að ég ætti að líta mér nær því ég kemst ekki fyrir á eigin spegli. Tilgangurinn með þessari hugleiðingu er heldur ekki að ásaka neinn um neitt. Heldur aðeins að vekja velta fyrir mér vandamáli sem á eftir að skapa gríðarlegt heilbrigðisvandamál í framtíðinni fyrir þjóð sem hefur allt til að koma í veg fyrir offituvandamál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband