Færsluflokkur: Íþróttir

Áhugi og afsakanir

Það hlýtur að vera eitthvað í kröfum HSÍ sem fellur ekki að kröfum þessara ágætu manna sem hafa lýst yfir áhuga á starfinu. Einkennilegt að þeir virðast allir hafa áhuga en bera svo við einhverjum persónulegum afsökunum fyrir því að taka ekki við.

Mér finnst HSÍ líka vera farið að laumupúkast eitthvað með þessar þreifingar. Ég held að það væri ágætt að þeir skýrðu frá því hvað er að gerast og af hverju þessir ágætu þjálfara vilja ekki taka við í raun og veru. Annars verður maður einfaldlega að geta í eyðurnar. Það er orðið mjög vandræðalegt fyrir handboltahreyfinguna og ekki til þess fallið að auka áhuga fólks á íþróttinni.


mbl.is Aron Kristjánsson: Erfiðasta nei sem ég hef þurft að segja á ævinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirséð úrslit

Ég uppskar ekki mikinn fögnuð í hádeginu þegar ég spáði íslendingum lélegum úrslitum í þessari keppni. Óheppnin er einfaldlega búin að elta þá allt undirbúningstímabilið. Sumir urðu veikir, aðrir meiddust og það einhvern veginn gekk ekki neitt. Hálft liðið er tæpt vegna meiðsla. Síðan fara þeir út með digurbarkalegar yfirlýsingar að þetta sé besta liðið frá upphafi og annað í þeim dúr.

Mín mestu ósigrar á vellinum hafa einmitt verið eftir að hálft liðið hefur verið með álíka yfirlýsingar og íslenska liðið var með áður en þeir fóru til Noregs.

Væntingarnar sem þeir sjálfir voru búnir að keyra upp urðu þeim klárlega að falli í þessum leik því það voru ekki svíarnir sem unni þennan leik, íslendingarnir töpuðu honum.


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband