Færsluflokkur: Vísindi og fræði
25.3.2010 | 11:33
Fimmvörðubóla
Hvað með nöfn eins og:
Fimmvörðubóla
Sjötta varðan
Hraunfoss
Hrunsgígur
Hraunslaug
Vörðufell (það er reyndar til:)
Fimmvörðuhnúkur
Miðnæturkeila
Barkakýli
Þórsmerkurtindur
Ekki meira í bili en það er hægt að búa til fullt af góðum örnefnum í kringum þetta eldgos.
Fimmvörðufjall? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2009 | 11:54
Réttlætir vísindablekkingar
Ef það kemur í ljós að þau gögn sem starf þitt byggir á eru fölsuð eða í besta falli ýkt hvað áttu að gera? Rannsaka þann sem kemur upp um falsið eða þann sem falsaði gögnin? Þessi maður er auðvitað að skjóta sendiboðann og virðist ætla að réttlæta falsanir og svik vísindamanna. Það er glæpsamlegt í sjálfu sér og gildir engu hversu góður málstaður loftslagsmál eru. Þessi orð grafa meira undan trúverðugleika vísindastarfi loftslags- og umhverfismála heldur en falsanirnar. Skilaboð þessa manns sem er einn af æðstu talsmönnum loftslagsmála í heiminum er að falsanir séu í lagi og þeir sem koma upp um þær séu skúrkar.
Pachauri gagnrýnir tölvuþrjóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2008 | 12:53
Hef nú ekki miklar áhyggjur
Skordýr í hitabeltislöndum gætu dáið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2007 | 13:16
Hattífattar
Maður þarf ekki lengur að vera myrkfælinn. Setur bara innbygðu ljósaperuna í gang þegar það er komið myrkur. Það verður skemmtileg stemning á Laugarveginum á Þorláksmessukvöldum þegar upplýst fólkið gengur um miðbæinn. Þetta verður eins og ævintýrið í Múmínálfunum um Hattífattana (fyrir þá sem eru nógu gamlir eða nógu barnalegir eins og ég að horfa á barnaspólurnar með hinum börnunum og vita hvað Hattífattar og Múmínálfar eru).
Glóandir kettir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |