Málfrelsi ESB

Þarna sýnir ESB sitt rétta andlit. Það að standa á sinni skoðun innan ESB er ógn við málfrelsið. Það er líklegt að rödd 300þús Íslendingar heyrist meðan 71 milljóna þjóð getur ekki staðið á sínu.
mbl.is Afstaða Tyrkja skaðar umsókn þeirra um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Svo að ég nefni tvö nýleg dæmi um skoðanakúgun ESB þá kvörtuðu írar yfir því að þeir fái slæma meðferð vegna þess að þeir samþykktu ekki stjórnarskrá ESB og danir kvörtuðu nýlega af því að þeir þurftu að þola mikinn þrýsting innan ESB að vera á móti hvalveiðum.

Skoðanakúgun innan ESB verður ekki afsökuð með því að benda á að önnur lönd gæti verið verri. Það að 71 milljóna þjóð (tyrkir) fái svona kveðjur sýnir glögglega hvernig lýðræðinu innan ESB og skoðanaskiptum þar er háttað.

Steinn Hafliðason, 4.4.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Evrópuandstæðingar eru orðnir uppiskroppa með rök. Nú gilda bara dylgjur og rógur. Ef 27 lýðræðisþjóðr geta komið sér saman um leikreglur þá held ég að Íslendingum standi bara sómi af að taka þátt í því. Tyrkir eru utan ESB vel að merkja.

Gísli Ingvarsson, 4.4.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

ESB hefur ekki komið sér saman um leikreglur og þegar á reynir lenda þjóðir eins og Danmörk og Írar í hótunum og pólitískum þrýstingi. Ertu að meina að hótanir sé þær leikreglur sem 27 lýðræðisþjóðir hafa komið sér saman um?

Steinn Hafliðason, 4.4.2009 kl. 17:25

4 identicon

Kæri Steinn Hafliðason

Sjálfur er ég á móti því að Ísland gangi í ESB. Einnig tel ég ESB standa fyrir afskaplega ólýðræðislegu stjórnskipulagi.

Engu að síður er ég sammála Jón Frímanni hérna. Það er ekki hægt að gagnrýna ESB fyrir skoðanakúgun í garð Tyrklands, þegar Tyrkland er sjálft að vera gagnrýnt fyrir skoðanakúgun af ESB.

Jú það var skömmustulegt af ESB að sniðganga lýðræðislegan vilja Írar með því að breyta stjórnarskrána í þetta óskiljanlega plagg sem kallast Lisbon sáttmálin (ekki það að almenningur í öðrum ESB löndum fengu eitthvað til málana að leggja), en mér finnst ekkert vera að því að ESB ýji að því að forsenda Tyrkja fyrir afstöðu þeirra á móti Rasmussen sé ekki í samræmi við skilyrði ESB um málfrelsi.

Kveðja

Daníel Logi (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:40

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú mátt kalla Lisbon sáttmálann þeim nöfnum sem þér sýnist Jón. Það breytir engu um að þeir hóta Tyrkjum fyrir að standa á skoðunum sínum, það er nú aðferðin sem ESB notar eins og glögglega má sjá í þessari frétt drengir mínir og dæmin sanna.

Steinn Hafliðason, 4.4.2009 kl. 17:44

6 Smámynd: Páll Jónsson

Steinn: Ég ætla ekki að fara að verja ESB almennt, víst er það ekki fullkomið fyrirbæri og málfrelsið ekki alltaf þar efst á baugi.

Þetta er hins vegar svo sláandi vont dæmi sem þú valdir að mig grunar eiginlega að þú sért að atast í okkur.

Eða ertu virkilega á þeirri skoðun að það að sé árás á málfrelsi að skamma menn fyrir ritskoðunartilburði? 

Páll Jónsson, 4.4.2009 kl. 18:05

7 Smámynd: Steinn Hafliðason

Sæll Páll,

vissulega má deila um efni þessarar deilu en hún er miklu dýpri en skopteikningamálið. Það er mikið af Tyrkjum í Danmörku og þar hafa komið upp ágrenningur milli þjóðernisbrota annars vegar og dana hins vegar. Rassmusen er langt í frá óumdeildur stjórnmálamaður og m.a. verið gagnrýndur vegna innflytjendamála.

Það hefur margsinnis komið upp ágrenningur þar sem eitt eða fá ríki eru á öndverðu meiði en meirihlutinn. Það gerðist meðal annars þegar Danir studdu hvalveiðar þar sem þeir studdu Grænlensk sjónarmið en urðu fyrir miklum pólitískum þrýstingi vegna málsins.

Írar samþykktu ekki Lisbon sáttmálan og hafa sakað ESB um að styðja ekki bakið á þeim af þeim ástæðum í lánsfjárkreppunni.

Því miður virðist virðing fyrir skoðunum annara þó að þær séu aðrar en meirihlutinn hefur vera af skornum skammti innan ESB. Ég myndi halda að hagsmunir íslendinga myndu algjörlega hverfa fyrir hagsmunum stærri þjóða innan sambandsins.

Steinn Hafliðason, 4.4.2009 kl. 18:33

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Tyrkir eiga enga samleið með evrópu

Alexander Kristófer Gústafsson, 5.4.2009 kl. 05:14

9 Smámynd: Sigurjón

Að halda því fram að ritskoðunartilburðir tíðkist ekki í ESB-löndum er barnaskapur.

Skrýmslið (ESB) sýnir reglulega á sér tennurnar og sannar enn og aftur að það mun liðast í sundur, rétt eins og Sovétríkin sálugu.

Ég vona bara innilega að það verði búið áður en Íslendingar hafi þá ógæfu að sækja um aðild að hinu viðbjóðslega sambandi.

Sigurjón, 5.4.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband