Afturför

Hvernig getur það gerst að svona lélegar ákvarðanir eru teknar? Ég tek hjartanlega undir orð Schumacher að það er of lítið bil á milli fyrsta og annars sætis í stigagjöfinni þar lítið bil leiðir til þess að menn sækja ekki til sigurs. Ástæðan fyrir því að þessu var breytt á sínum tíma voru yfirburðir eins liðs en með þessu nýja fyrirkomulagi er verið að færa keppnina í sömu stöðu þ.s. mótið gæti klárast mjög snemma á vertíðinni og mun líklegra að úrslitum um fyrsta sætið verði hagrætt innan liða.

Ég skil þörfina á að auka keppnina um fyrsta sætið en ég tel að með þessu sé verið að gera mótin enn leiðinlegri en þau eru nú þegar orðin.


mbl.is Schumacher „steinhissa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum er ekki sama hvað gerist i Formúlu1 sem hlýtur að vera ein sú leiðinlegasta íþróttagrein sem hægt er að horfa á, bílar sem keyra hring eftir hring, gott að sofna fyrir framan. Það er meira spennandi að horfa á leik í botsia.

Gisli Johannesson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Get ekki dæmt  um botsia þar sem ég hef ekki horft á það. Það sem þú ert hins vegar að horfa á með formúlunni er nú ekki bara bílar að keyra í hringi heldur keppnin milli bílstjóranna og spennunni sem því fylgir. Þú gætir alveg eins sagt að boltaíþróttir séu leiðinlegar þ.s. keppendur eru að fá boltann til þess eins að senda hann aftur frá sér eða hestaíþróttir þ.s. hestarnir eru bara að fara hring eftir hring.

Steinn Hafliðason, 26.3.2009 kl. 12:22

3 identicon

Það er eimmitt það sem er málið með Formúlu1 og aðrar íþróttir sem snúast um hver er fljótastur ákveðna vegalengd að þar skiptir miklu máli að hafa einhvern sem þú heldur með annars hverfur gildi íþróttarinnar fljótt. En ef við tökum fótbolta sem dæmi um íþrótt þar sem listagildi getur gert það að verkum að þú horfir á leik án þess að þú haldir með neinu liði þú vilt bara sjá knattspyrnumenn leika listir sýnar með boltann og þú nýtur þess en síðan getur knattspyrna líka verið leiðinlegt miðjumoð og langar sendingar og þá nennir þú bara að horfa ef þú heldur með öðru hvoru liðinu.
Ps. að segja að hestaíþróttir, geri ráð fyrir að þú meinir keppni á íslandshesti á hringvelli, sé bara hestur að hlaupa hring eftir hring lýsir mest ókunnáttu á hestaíþróttum. Ég get horft á hestakeppni án þess að halda með neinum knapa og notið þess að sjá listamenn stjórna hesti.

Gisli (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

 hitti ég á eitthvað veikan blett hjá þér Gísli með hestana?

Steinn Hafliðason, 26.3.2009 kl. 23:40

5 identicon

Engar

Gisli (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 14:23

6 identicon

Hefði fremur sagt að þú hittir á sterkan blett hjá mér með hestaíþróttir.

Gisli (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 14:28

7 Smámynd: Steinn Hafliðason

he he, góður

Steinn Hafliðason, 27.3.2009 kl. 15:44

8 identicon

Ég er nú bara alveg sammála þér og Skógerðarmanninum. Er þá ekki bara næsta skref að afnema 2. og 3. sætið. Þetta væri kannski í lagi ef það væru bara tvö lið í formúlunni.

Egill (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband