Ótrúlega heppilegt

Ótrúlega heppilegt fyrir Bush og hans menn að gögnunum hafi bara verið eytt. Alveg eins og mörg önnur gögn um Bush og félaga hafa af einhverjum einkennilegum ástæðum horfið eða þeim verið stolið án þess að þjófurinn hafi gert þau opinber.


mbl.is Tölvugögnum Hvíta hússins líklega eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heppilegt eða enn ein léleg afsökunin fyrir að breiða yfir sannleikann? Svona svipað og þegar GWB lét skilgreina sem "ríkisleyndarmál" öll gögn um forsetatíð (þ.m.t. stríðsglæpi) pabba síns, en í stjórn með honum sátu margir þeir sömu og verið hafa í í núverandi stjórn. Miðað við alla þessa leynd og hveru blákalt þeir beinlínis ljúga opinberlega þá hljóta þessir menn að hafa eitthvað virkilega slæmt að fela!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Það er greinilega verið að fela eitthvað meiriháttar, ekki bara gögn í þessu viðkomandi dómsmáli. Skúrkurinn Nixon gekk ekki einu sinni svona langt, hann var þvingaður af dómsstólum að afhenda upptökur úr Hvíta Húsinu. Bush Júntan virðist tilbúin að ganga lengra en Nixon, enda er það ljóst að Bush yngri mun auðveldlega "vinna" Nixon í keppni um versta forseta bandaríkjasögunnar.

Guðmundur Auðunsson, 17.1.2008 kl. 11:46

3 identicon

Miklu stærra mál en Moggin segir.   Ekkert annað en glæpsamlegt athæfi.  Má lesa um málið hér. Ekkert minna en skipulögð eyðing gagna: http://citizensforethics.org/node/30771

Bjarki (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já hversu lélegur og spilltur þarf forseti að vera svo hann sé talinn einn af verstu forsetum sögunnar af samtímafólki. Oftast leiðir tíminn þetta í ljós en í tilfelli Bush er hann svo rækilega búinn að gera í buxurnar að það er hægt að bera saman við sum af stærstu mistökum í sögubókum. Spillingin er svo ríkjandi að maður fer óhjákvæmilega að hugsa um fall rómarveldis. Ef maður ber saman Rússland og USA nú til dags er deginum ljósara að þessi tvö lönd eru að stefna í sitthvora áttina. Engum hefði dottið í hug fyrir daga Pútíns hvernig einingin innan rússlands og sá uppgangur sem þar er núna (tek fram að ég er ekki aðdáandi hans, uppgangurinn þar er staðreynd).

Bush og Bandaríkjamenn sitja eins og spikaðir grísir á gullsjóði en átta sig ekki á því að það er byrjað að fjara undan fjársjóðnum og á endanum mun stórveldið falla innan frá. Það verður með USA eins og önnur stórveldi í mannkynssögunni að þau falla á endanum.

Það er alveg líklegt að yngri kynslóðin í landinu eigi eftir að sjá öðruvísi heimsmynd en hún er í dag þar sem USA verður ekki forysturíkið í heiminum og það sem meira er að hinn vestræni heimur verður ekki ráðandi heldur hugsanlega Rússland og Kína.

Steinn Hafliðason, 17.1.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband