Gluggagægir

Fór með son minn á barnaskemmtun í dag. Þar komu tveir góðir jólasveinar og voru með betri skemmtiatriði en ég hef séð jólasveina gera áður.

Það sem vakti þó mestu kátínu gestanna var þegar krakkarnir áttu að giska á hvað þeir hétu. Þá kom lítil stúlka til hans og sagði hátt að hann héti gluggagægir. Aðspurð um hvernig hún vissi það benti hún á hann og sagði að það væri augljóst að jólasveinn með gleraugu héti gluggagægirGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Nú eru ekki kominn áramót, svo ég spyr eins og asni var kortasníkir nokkuð hinn jólasveinninn?

Eiríkur Harðarson, 29.12.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Nei hann kvaðst í einu orði kallast Skyr.isgámur

Steinn Hafliðason, 29.12.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband