6.10.2009 | 14:13
Hvað er mikil misskipting auðs?
Í kjölfar hrunsins hef ég velt því fyrir mér hvað er misskipting auðs. Þegar góðærið stóð sem hæst var ýmislegt talið sjálfsögð mannréttindi sem afar okkar og ömmur áttu vart möguleika á að leyfa sér. Dýrar utanlandsferðir og að eiga bíl þóttu sjálfsögð mannréttindi enda gátu flestir leyft sér þann munað. Þá var talað um að misskipting auðs væri helsta vandamál þjóðarinnar og það væri svo slæmt að til væri ríkt fólk. Ef við skoðum málið nánar segja krónutölur ekki alla söguna.
Tökum dæmi um 3 menn sem allir hafa litlar tekjur. Þeir eru staddir á lítilli óþekktri eyju þar sem jöfnuður er mjög mikill. Munurinn á hæst launaðasta og lægst launaðasta eru 10þús og meðaltekjur eru 100þús. Í þessu landi kostar lágmarksframfærsla þ.e. matur og húsaskjól einmitt 100þúsund. Sá sem hefur minna en það í tekjur hefur annað hvort ekki hús eða verður að svelta einhverja daga í hverjum mánuði. Nú er munurinn á þeim sem lægstar hafa tekjurna og meðaltekjum ekki nema 5% en raunverulegur munur í lífsgæðum gríðarlegur. Sá sem er með meðaltekjur lifir fullnægjandi lífi, fær nóg að borða og hefur húsaskjól. Sá sem er með aðeins minni tekjur er farinn að svelta (en lifir). Ef við tökum svo þann þriðja sem er með 105þús á mánuði og getur því leyft sér ýmislegt umfram aðra í þjófélaginu og berum þá saman við hina tvo getum við verið sammála um að það er meiri munur á lífsgæðum þess sem er með minnstu tekjurnar borið saman við meðaltekjufólk en milli meðaltekjufólks og þess sem er með hæstu tekjurnar. Þó svo að hátekjumaðurinn gæti keypt sér bíl eða farið í utanlandsferð væri munurinn samt meiri milli lægstu og meðaltekjufólks heldur en meðaltekju og hátekjufólksins þar sem sá er hefur lítinn mat verður fyrir mjög skertum lífsgæðum.
Í umræðunni er mest einblínt á krónutölur þegar talað er um misskiptingu í þjóðfélaginu en í raun segja þær tölur afar lítið ef hluti þjóðarinnar er það illa staddur að grunnlífsskilyrði þeirra eru skert. Það skiptir fólk sem er í þeim aðstæðum litlu hvort aðrir eru lítið eða mikið hærri launaðri. Það myndi hins vegar skipta fólki miklu meira máli að grunnnet velferðarþjóðfélagsins sé þannig úr garði gert að undir því sé sterkt öryggisnet ef það af einhverjum ástæðum verður fyrir áfalli heldur en hvort hæst launuðu séu með 5% eða 500% hærri tekjur.
Óráðsía en ekki hagsæld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Athugasemdir
Laun tengjast framboði og eftirspurn. Sé verðmætasköpun mikil hjá fyrirtæki, getur það boðið hærra en samkeppnisaðilinn, sem aftur verður að fylgja ef hann ætlar ekki að sitja eftir. Fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga sínum málum, en það er hlutverk hluthafafundar að veita aðhald. Þarna stóð Vilhjálmur Bjarnason lengi einn og á hann heiður skilið fyrir sín störf í þágu hluthafa.
Það er alltaf misskipting sama hvernig þjóðfélagsbyggingin er. Settu þrjá menn á eyju og einn þeirra verður foringinn, annar millistéttin, og sá síðasti hinn almenni borgari. Segjum svo að leiðtoginn láti hina tvo vinna fyrir sig. Hlutfall hins opinbera og vinnuafls er þannig 1:2. Hægt er að greiða hærri laun.
Fari leiðtoginn offari geta hinir snúist gegn honum, og þá breytist skipanin þannig að millistéttin tekur forystu, fyrrverandi leiðtogi sest út í horn í fýlu og hinn almenni borgari þarf að vinna tvöfalt þar sem hlutfall hins opinbera og vinnuafls er dottið niður í 1:1. Laun verða að fara niður.
Þetta er í raun spurning hvaða þjóðfélgasmynd hentar hverjum best.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 6.10.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.