Ekki bara einn glæpamaður í þessu máli

Hvaða refsingu fá saksóknararnir sem skafelldu rangan mann með því að skjóta undan sönnunargögnum?
mbl.is Sleppt af dauðadeild - lést í bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Saksóknarar fá enga refsingu þar sem var um að ræða vittni sem laug. Enn hvað ætli margir saklausir hafi verið teknir af lífi í USA?

Óskar Arnórsson, 6.10.2009 kl. 08:42

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Í upphafi fréttarinnar segir að lykilvitni hafi breytt framburði sínum en í enda hennar segir að saksóknarar hafi skotið undan sönnunargögnum.

Steinn Hafliðason, 6.10.2009 kl. 08:56

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér bloggaði Michael Toney.

http://www.michaeltoney.com/

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.10.2009 kl. 09:46

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Takk fyrir þetta Loftur. Þrátt fyrir að ég geti ekki eytt tíma í að rannsaka málið í kjölinn virðist af bloggfærslunni að hann hafi viljandi verið sakfelldur af saksóknara málsins.

Steinn Hafliðason, 6.10.2009 kl. 10:09

5 identicon

Sorglegur endir á sorglegri sögu. En eflaust allt of algengt að kappið við að ná árangri - í þessu tilfelli sakfellingu - verður aðalatriði og meira virði en sannleikurinn eða rétt niðurstaða.

Hve margir sitja sárir eftir óréttmæta málsmeðferð eða gallaða rannsókn hér heima í Paradís? Ætli margir þekki ekki til dæma þar sem einhver annarleg dagskrá er talin mikilvægari en réttlæti eða mannréttindi eins manns.

Þorsteinn

þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 10:15

6 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þessi linkur er stutt yfirlit yfir málið, tekið af síðunni sem Loftur benti okkur á. Þar kemur fram einbeittur vilji ákæruvaldsins í að sakfella manninn. Mig grunar að þetta hafi lítil eftirmála fyrir aðra aðila en þann sem var sendur í rafmagnsstólinn þó að það megi líta á það sem morðtilraun að fá fram dauðadóm með tilbúnum framburðum og með því að fela sönnunargögn.

http://www.michaeltoney.com/Developments.htm

Steinn Hafliðason, 6.10.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband