Ævintýrið úti eða upphafið að einhverju meiru

Eftir að hafa horft á stelpurnar okkar tapa öllum sínum leikjum í evrópukeppni landsliða ætti maður að vera dapur í bragði. En það er eitthvað sem segir manni að þetta sé ekki endalok ævintýrisins heldur einungis upphafið að einhverju enn stærra.

Það þurfti hvorki meira né minna en dauðariðil handa stelpunum til að slá þær úr keppninni. Liðin sem þær (við íslenska þjóðin) vorum að keppa við voru allar á topp 10 yfir sterkustu þjóðir heims í kvennaknattspyrnunni. Það væri eins og karlaliðið myndi lenda í riðli með Holandi, Argentínu og Króatíu. Reynsluleysið hefur örugglega hrjáð okkur þar sem það er engin hefð fyrir stórmótum í knattspyrnu íslendinga hvorki í kvenna né karla. Ekki er heldur hægt að segja að margar landsliðskonur hafi verið í atvinnumennsku þangað til á síðustu leiktíð eftir að landsliðið fór að vekja athygli fyrir góðan árangur.

Dómarinn var okkur heldur ekki hliðhollur þó að það sé engin afsökun. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir en engu að síður féllu dómarnir ekki okkar megin. Það virtist þó ekki hafa áhrif á stelpurnar okkar nema í fyrsta leik þar sem ég tel að dómarinn hafi haft verulega áhrif á úrslit leiksins.

Hafa ber í huga að á tímabili hafa ekki verið nema örfá lið sem hafa haft kvennalið á sínum snærum. Fjöldinn allur af efnilegum stelpum hafa hætt knattspyrnuiðkun einfaldlega af því að það er ekkert lið til að spila með. Ekki einungis erum við smáþjóð heldur höfum við aðeins brot úr þeim áhugasömu stelpum sem vildu vera að spila knattspyrnu til að velja úr. Áhugi á íslenskri kvennaknattspyrnu hefur þó verið að glæðast á síðustu árum og sum félög að endurvekja kvennaflokkinn. Mótið núna mun eflaust hvetja fleiri stelpur til að stunda þessa íþrótt sem skilar sér í sterkari hóp síðar meir.

Það er því trú mín að þetta fyrsta evrópumót meistaraflokks í knattspyrnu verði upphafið að meiri árangri í framtíðinni og við getum verið stolt af stelpunum okkar.


mbl.is Eins marks tap gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband