Til hvers erum við að þessu

Um Nýja Ísland ganga fortíðardraugar hrunsins. Ég velti því fyrir mér hvað aðilar sem voru í forystu íslenskra stjórnmála eru að vilja í áframhaldandi forystu. Kannski lýsir það einhvers konar innra sálfræðistríði eða hræðslu við að verða dæmdur að þau hjakka í sama farinu áfram þjóðinni til mikillar ánægju eða þannig.

Varaformaður sjálfstæðisflokksins læðist nú með veggjum framhjá fjölmiðlum í von um að enginn taki eftir henni og stefnir þannig á 1.sætið í kraganum.

Framsóknarmenn eru jafn heimskir og áður, berjast banaspjótum sín á milli og nota til þess aðgerðir til að útiloka frjálsar kosningar innan flokksins. Eru fastir á Sturlungaöld sem endaði undir Noregskonungi.

Ingibjörg Sólrún er búinn að gleyma fyrir löngu fyrir hvað jafnaðarmannaflokkur stendur. Þar eru ekki bræðravíg en enn minna lýðræði en í Framókn. Ingibjörg bara ræður. Hún ætti kannski að skjóta minna á Davíð Oddson, þau eru líkari en hún heldur.

Þetta er nú ekki til þess að blása manni nýja von í hjarta.


mbl.is Fréttaskýring: Prófkjörskjálftinn í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir pólítíkusar er ekki vanir að bera ábyrgð og ætla sér ekki að gera það. Þess vegna er ekkert að marka þá - ekkert. Hver hugsar um að ota eigin tota en þjóðin kemur i aftasta sæti. Megi þeir dvelja þar sem sólin aldrei skín.

Kolla (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:23

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Fannst alveg stórkostlegt þegar hagkerfið hrundi að það fyrsta sem komst að var kosningabarátta.  Skemmti mér konunglega við að heyra aðila sökkva sér niður í aukaatriðin og steingleyma aðalatriðunum.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 17:09

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Og svo erum við kjósendur lang vitlausust því að við tökum þátt í endurvinnslunni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.3.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband