Sigurhátíð Radda fólksins

Ég skil ekki þessa sigurhátíð hjá Röddum fólksins. Það er langt frá því að stjórnkerfi landsins sé komið í eðlilegt og ásættanlegt form. Það að ný ríkisstjórn sé í burðarliðnum eða hvort hún er hægri eða vinstri kemur því eiginlega ekki við að öðru leyti að sú síðasta virtist ekki vera tilbúin að gera nauðsynlegar breytingar til að axla ábyrgð og tryggja að hér verði skilvirkari og heiðarlegri stjórnsýsla.

Það á alveg eftir að koma í ljós hvað nýja ríkisstjórnin á eftir að gera, ég reikna ekki með neinum riddara á hvítum hesti en vona að það þokist eitthvað í áttina að betra þjóðfélagi með nýju fólki þó að sumir séu nýjir gamlir.


mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til eitthvað sem heitir áfangasigur. Ég skil þau mjög vel, eftir langa og lýjandi baráttu þá náðist loks einhver sigur. Vonandi skemmta þau sér vel.

Erla (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já það er alveg rétt hjá þér Erla, þetta er áfangasigur og honum ber að fagna. Vona að það verði áfram jákvæðar breytingar.

Steinn Hafliðason, 1.2.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband