22.1.2009 | 01:31
Hvar varst þú?
Flestir þjóðverjar sem voru komnir til vits muna enn þann dag hvar þeir voru staddir þegar Berlínarmúrinn féll. Álíka atburðir hafa ekki gerst í Þýskri sögu, það var dagur fólksins, lýðræðis og frelsis. Á Íslandi eru miklir atburðir í aðsigi. Aldrei í sögu landsins hafa orðið álíka mótmæli og rambar landið orðið á barmi uppreisnar. Upp úr rústum landsins mun rísa Nýja Ísland.
Gleymdist að taka nokkrar mikilvægar ákvarðanir
Sú ríkisstjórn sem nú situr er búin að fá sitt tækifæri til að vinna að uppbyggingunni eftir efnahagshrunið í haust. Ég efast ekki um að þau hafa reynt sitt besta en þvi miður er það ekki nóg. Við fáum daglega fréttir af nýjum hneykslismálum og myndin verður skýrari. Blóðhundum var leyft að éta innviði landsins innan frá meðan stjórnvöld hugsuðu um eigin hégóma. Ég hef ekki heyrt af mörgum yfirheyrslum yfir þessum hundum en handtökuskipanir á venjulegt fólk sem getur ekki borgað af íbúðinni sinni er sjálfsagt mál. Hvað svo sem stjórnvöld eru búin að vera að gera þá ganga glæpamennirnir lausir, stjórnmálamennirnir hafa ekki gengist við neinni ábyrgð og eftirlitsaðilarnir halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það virðist hafa gleymst að taka nokkrar mikilvægar ákvarðanir.Hvað ætlarðu að segja barnabörnunum
Það er auðvelt að týna sér í smáatriðum líðandi stundar, það er eðlilegt. En þegar frá líður munu barnabörnin spyrja hvað þú gerðir til að viðhalda lýðræði og réttarríki á Íslandi. Ok fínt að mótmæla en ég var ekki sammála aðferðinni og sat því frekar upp í sófa og horfði á Leiðarljós. Já fínt hjá ykkur afi og amma, ég er rosalega stoltur af því að þið stóðuð með lýðræðinu upp í sófa. Ég er ekki viss um að það verði tekin sem gild afsökun þá að hafa ekki tekið þátt af því að það brotnuðu rúður. Það er meira ofbeldi og skemmdir um hverja einustu helgi niður í bæ en eru búin að vera í þessum skríls- og ofbeldislátum sem allir hneykslast á.Hvernig verður þín minnst
Í sögulegu samhengi verður atburða þessara daga minnst sem tímans þegar íslendingar hristu af sér kúgun og áníðslu glæpamanna og spillingarafla. Dagurinn sem alþýðan tók völdin í sínar hendur og hóf að byggja landið úr rústum efnahagslegra hryðjuverka. Þjóðin mun mun minnast daganna sem við nú lifum sem einna merkustu tímum sögunnar. Þá verður ekki spurt að því hvernig fólkið sem mótmælti var klætt eða hvort fundarstjórum félli fólki í geð. Það verður ekki spurt um skrílslæti, jólatré, hægri- eða vinstri eða einstaka rúðubrot. Hef ekki heyrt slík smáatriði um neina byltingu. Nei, það verður talað um fólkið sem tók virkan þátt í þeirri byltingu og endurreisn landsins sem nú er að eiga sér stað. Fólkið sem fór niður á Austurvöll og lét heyra í sér, fólkið sem sýndi samstöðu, fólkið sem sagði hingað og ekki lengra. Það eru engar afsakanir teknar gildar, ég hvet alla til að láta heyra í sér og heimta lýðræði fyrir þjóðina.Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir þurfa nú bara að passa pínulítil börn.
Historiker, 22.1.2009 kl. 01:34
Það verður spurt: Hvar varst þú? Og þá verður svarað: Ég var að skipta um bleyju. Það er ég.
Historiker, 22.1.2009 kl. 01:35
Sæll Historiker,
ef fólk á ekki heimangengt er auðvitað lítið við því að gera. Gangi þér vel með uppeldið.
Steinn Hafliðason, 22.1.2009 kl. 01:45
Takk fyrir það .... við fylgjumst samt sem áður grant með feðgarnir á netinu, útvarpi og sjónvarpi. Kann ekki við að vera eins og gaurinn þarna sem mætir alltaf með krílið sitt í fremstu víglínu. Skil hann alveg svo sem, en tek enga táragas sénsa með minn litla gaur.
Historiker, 22.1.2009 kl. 02:08
Ég lærði það í sveitinni að óargadýr láta verst þegar í þann mund sem þau eru klófest. Það er eins með þessa spillinguna, hún er verst í þann mund sem tekið er á henni.
Steinn Hafliðason, 22.1.2009 kl. 02:38
Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf fara með börn í mótmæli eins og atburðarásin hefur þróast.
Steinn Hafliðason, 22.1.2009 kl. 02:39
Ég get bara svarað fyrir mig ég stóð og reyndi að verja lögregluna steinkasti meðan ég húðskamaði hana fyrir að beita efnavopnum á ofbeldislaus mótmæli. Ég hugsa að ég muni geta verið stolltur af því hvernig sem svo annars fer. Ég gerði mitt til að valdaskiftin gætu orðið friðsamleg. Þeim mun fleiri sem við erum þeim mun líklegra að valdaskiftin verði friðsamleg, en valdaskifti munum við fá!
Héðinn Björnsson, 22.1.2009 kl. 03:58
Sorglegt hvernig þetta þróaðist upp í ofbeldi í gær. En ég tek ofan fyrir þér og öðrum mótmælendum (var því miður ekki á svæðinu í gærkveldi) sem stóðuð gegn því.
Steinn Hafliðason, 22.1.2009 kl. 09:42
Hvað sem ofbeldi, barsmíðum og rúðubrotum líður, þá virðist þetta vera aðferðin sem dugar,
Nú loksins virðast þessir "menn" vera farnir að taka hlutina örlítið alvarlega, ekki það að ég mæli svo sem með þessu, en það verður vissulega að beita þeim "hnífum sem bíta".
Það þýðir einfaldlega ekkert að mæta þarna helgi eftir helgi og mjálma eitthvað ofaní bringuna, þá eru svörin bara " allir í lýðræðisríki eiga rétt á að láta skoðanir sínar í ljós" "þetta er skríll" " ekki raddir fólksins" oþh.
En...er það bara þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga að skipta um stóla?
Stjórnarandstaðan í lýðræðisríki ber mikla ábyrgð, getur ekki "fríað" sig öllu sem gerist inn á þingi.
Halda menn virkilega að það sé nóg að skipta um sæti, verða þingmenn Samfylkingarinnar eitthvað nær okkur í veruleikanum við það að sitja til borðs með öðrum á sama vinnustað.
Mig grunar þetta lið allt saman, vera veruleikafirrt, það er bara ekkert í sambandi við raunveruleikann, álíka firrtur stjórnmálamaður sagði eitt sinn þegar honum var tjáð að þegnarnir ættu ekki einu sinni brauð, "af hverju borða þau þá ekki bara kökur".
Ég held það sé virkilega þörf á að reka þarna hvern einasta mann, þeir eru allir bundnir hver öðrum á einhvern hátt og eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, hylma yfir hvern annan, því allir hafa einhver óhrein korn í pokahorninu, rétt eins og ég og þú ( okkar korn eru bara eins og hjólböru hlass við hliðina á Esjunni).
Og nú á að afvopna lýðinn á einhverjum fundi gegn ofbeldi???
Höldum helv. fundinn fyrir utan lögreglustöðina!!!!
Guðjón Guðvarðarson, 22.1.2009 kl. 10:41
Þú veist hvar ég er, Steinn minn!
Frábær andi og hugarfar hjá þér og ofanskrifurum!!
Anna Sigga, 22.1.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.