19.11.2008 | 21:56
Krossari í 7 ára afmælisgjöf
5 ára sonur minn er forfallinn mótorhjólaaðdáandi. Þegar hann átti 5 ára afmæli áttum við leið í N1 upp á höfða fyrir tilviljun en þar eru mótorhjól. Það komst í kjölfarið ekkert annað að en að fá krossara í afmælisgjöf. "Nei ástin mín, það er ekki hægt að fara á krossara fyrr en maður er orðinn 7 ára" sagði ég til að kæfa málið í fæðingu. ÞAÐ VORU TAKTÍSK MISTÖK. Núna 8 mánuðum síðar hefur varla liðið sú vika að hann minnist ekki á hvað hann hlakkar til að verða 7 ára því þá fái hann krossara í afmælisgjöf
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ef ég þekki skapferli ykkar feðganna rétt, þá er ekkert sem getur komið í veg fyrir krossarann.
Guðjón Guðvarðarson, 26.11.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.