Landbúnaðarsýningin á Hellu

Ég gat ekki látið landbúnaðarsýninguna á Hellu fram hjá mér fara. Ég og sonur minn sem er 5 ára kom auðvitað með mér enda með fáheyrða véladellu. Það var ekki erfitt að fá hann til að vera þægur kvöldið áður þar sem hann fengi að launum að fara með mér.

En það sem ég var mest hissa var hversu mikil þróun hefur átt sér stað á þessum 10 árum sem ég hefð átt heima úr sveitinni. Meðan 5 ára sonur minn hljóp hamingjusamur milli vélanna og dáðist að þeim átti ég í mestu basli með að átta mig á hvaða hlutverki sumar þeirra áttu að þjóna.

Það er alveg ljóst að ég er búinn að búa allt of lengi á mölinni, veit einhver um góða bújörð með kvóta til sölu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinnhildur

Til hamingju með afmælið gamli minn! Þú ert örugglega að éta brauðtertu núna ef ég þekki þig rétt hehe  reyndar er ég að kíkja inn um gluggann hjá þér....  djók...

Tinnhildur, 4.9.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

 ég er ekki heima en njóttu útsýnisins. Værirðu til í að vökva blómin út á svölum. Annars þakka ég kærlega fyrir lánið á bílnum í gær það bjargaði mér alveg. Og já, brauðtertur eru í uppáhaldi hjá mér svo lengir sem þær eru lausar við aspas

Steinn Hafliðason, 4.9.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

...og þakka þér kærlega fyrir kveðjuna og að muna eftir afmælinu mínu

Steinn Hafliðason, 4.9.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband