Ekki samkvæmir sjálfum sér

Málflutningur rússa er mjög misjafn eftir því hvaða hagsmuni þeira eiga að gæta. Næsta hérað við Ossetíu er einmitt Tétjénía sem Rússar lögðu í rúst eftir skilnaðarkröfu þeirra frá Rússlandi. Núna e hérað að berjast um aðskilnað frá Georgíu og Rússar aðstoða nú aðskilnaðarsinnana. Þeir eru sem sagt á móti aðskilnaði héraða frá Rússlandi en aðstoða aðra við að skilja sig frá nágrannaríkjum.


mbl.is Rússar og Georgíumenn berjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frekar einfald samt þeir vilja auðvitað ekki að einhver sé að fara frá sér og svo vilja þeir ekki heldur að einhver sé að myrða saklaust fólk.Þeir eru bara að binda endi á þetta endalausa rugl hjá Georgíu mönnum:/

Brynjar (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þeir mótmæla sjálfstæði Kosovo héraðs, þeir leggja Tétjéníu í rúst í kjölfar sjálstæðisyfirlýsingar (Tjéténía er nágrannahérað Ossetíu) en styðja uppreisnarmenn í Ossetíu þegar þeir vilja losna frá Georgíu. Mér finnst þeir ekki alveg samkvæmir sjálfum sér.

Til upplýsingar er Suður Ossetía hérað í Georgíu en uppreisnarmenn hafa viljað héraðið sjálfstætt síðan 1989 (ef ég man rétt) en alþjóðasamfélagið hefur ekki viðurkennt sjálfstæði þeirra og reyndar hafa Rússar ekki gert það heldur. Ef rússar gerðu það myndu þeir verða í slíkri hrópandi mótsögn við sjálfa sig í afstöðu sinni gagnvart Suður Ossetíu annars vegar og Tjétjéníu hins vegar. Þess í stað er það hagður þeirra að hafa málin áfram þannig að uppreisnarmenn sem njóta verndar rússa ráði héraðinu því þá hafa rússar tögl og haldir á þessu landsvæði og þurfa ekki að innlima það formlega í Rússland.

Steinn Hafliðason, 8.8.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband