6.8.2008 | 10:48
Upphafið að endinum
Þó að knattspyrnuliðin séu auðvitað að hugsa um sinn hag er ég hræddur um að þetta gæti komið aftan að þeim. Það er alveg ljóst að ef mér byðist að spila á Ólympíuleikunum en íþróttafélagið mitt kæmi í veg fyrir það væri það upphafið að endinum á samstarfi mínu og félagsins. Ég trúi ekki öðru en að sérhver íþróttamaður eigi sér þann draum að komast á Ólympíuleikana og ég er hræddur um að svona framkoma íþróttaliða eigi eftir að sitja í leikmönnum þess.
Messi ekki á Ólympíuleikana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið horfir pínulítið öðruvísi við knattspyrnumönnum, Ólympíuleikarnir eru bara keppni ungmennaliða, hámark 23 ára gamlir leikmenn (með þremur undanþágum í síðasta skiptið núna) sem hefur gert þetta að því að sárafá Evrópulönd taka þessa keppni með nokkurri alvöru. Í raun eru það nánast bara S-Ameríkulönd og einhver Afríkuríki sem taka þetta af einhverri alvöru lengur og þá fyrst og fremst sem sölugluggi fyrir unga leikmenn.
Gulli (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:21
Samt sammála
Anna Sigga, 6.8.2008 kl. 11:30
Eins og ég sagði þá skil ég félagsliðin í þessum málum. En tilfinningin að spila á Ólympíuleikunum hlýtur að vera einstök fyrir knattspyrnumenn eins og annað íþróttafólk. Mér væri allavega sama hvort það væri knattspyrna eða önnur íþrótt sem ég væri nógu góður í til að fá að keppa á þessum stórleikum íþróttaheimsins.
Steinn Hafliðason, 6.8.2008 kl. 11:40
Kannski getur Messi sjálfum sér um kennt að vera of góður og þ.a.l. of mikilvægur fyrir lið Barca... :)
Dark Side, 6.8.2008 kl. 11:45
Ég ætla nú ekki að þykjast hafa nokkurn tíma verið í aðstöðu til að geta valið hvort ég ætti að fara á Ólympíuleikana en einhvern veginn held ég að fyrir marga leikmenn sem spila reglulega á stórmótum eins og heimsmeistaramóti og álfukeppnum séu Ólympíuleikarnir nú frekar "gelt" mót og tapa svolítið glansinum eins og vetrarólympíuleikarnir 1984 þegar Ingemar Stenmark fékk ekki að vera með af því hann var "atvinnumaður". Veit ekki hvort hægt er að kalla svona óvirðingu gagnvart íþróttamóti sem sýnir íþróttagreininni talsvert meiri óvirðingu.
Gulli (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 07:52
Ég verð nú að vera sammála Stein að ef ég hefði tækifæri á að vera með á ólympíuleikum þá mundi ég taka þátt alveg sama hvaða grein ég mundi keppa í. Og ef eitthvað er gelt þá er það að FIFA geti ekki tekið af skarið og gefið landsliðunum tækifæri á að kalla saman bestu liðin U23.
Gisli (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.