16.7.2008 | 13:12
Skilaboð
Í nótt fékk ég 22 skilaboð í tölvupósti. Þetta voru hin ýmsu skilaboð, aðallega einhver tilboð frá ýmsum aðilum. Ég stóðst auðvitað ekki mátið að skoða allt sem ég fékk sent og viti menn.
1. Ég fékk skilaboð um að senda allar bankaupplýsingar í tölvupósti af því að þær hefðu glatast. Ég kannast reyndar ekki við að vera viðskiptavinur hjá Chase Bank svo þetta hlýtur að vera misskilningur.
2. Ég fékk svakalega gott tilboð í hugbúnað fyrir tölvuna mína. Sennilega þarf ég að borga það með kreditkortanúmerinu mínu.
3. Ég fékk nokkur skilaboð þar sem ýmsir aðilar gátu reddað fjárhagnum hjá mér á ótrúlega skömmum tíma þannig að ég þurfi aldrei aftur á ævi minni að hugsa um skuldir.
4. Alltaf gaman að sjá úrvalið af lyfjum sem maður getur keypt á netinu. Núna þarf ég ekki að hafa áhyggjur af útlitinu, kynlífinu eða öldrun framar. Þetta eru svo mikil undralyf að það á eftir að líða yfir konuna mína og ég verð svo hrukkulaus og ungur að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eldast.
5. Að sjálfsögðu var mér boðið að kaupa meira klám en ég gat ímyndað mér og aðeins fyrir 10$
6. Síðan er hægt að kaupa hitt og þetta s.s. úr, skartgripi, skó og fleira á brot af því sem hægt er að fá það út úr búð. Reynar er Gucci uppseldur því miður.
7. Spilavíti á netinu, ég get unnið hærri upphæð en ég get ímyndað mér þar sem 200$ verða að hærri upphæð en ég get borið.
8. Gaman að geta horft á kynlíf með Christina Aguilera og Angelinu Jolie.
Þegar ég fer svo að skoða póstinn nánar þá kemur í ljós að ég hafi ómeðvitað sent mér stóran hluta af þessum pósti sjálfur. Sendaninn var bara skráður "me".
Þetta voru mikilvæg og gefandi skilaboð og ég treysti þessum náungum sem sendu mér þau auðvitað fyrir kortanúmerinu mínu fram og til baka.
Eigiði góðan dag
Athugasemdir
Þú hlýtur að hafa tekið einhverju af þessum 22. kostaboðum.
Eiríkur Harðarson, 16.7.2008 kl. 13:29
Ég er búinn að versla mikið í dag
Steinn Hafliðason, 16.7.2008 kl. 13:36
Ég get sko sagt þér Steinn, að ég er orðin svo rosalega rík vegna svona tilboða og versla alltaf svo mikið og allt svo gasalega flott og ekki má gleyma öllum víagra tilboðunum og tækjum ástarlífsins.
Ég get sagt þér að ég er að hugsa um að opna banka, sko ég á við peningabanka þú mátt flytja inn hitt en ég fæ peninginn, eigum við ekki að taka saman höndum og redda landanum og það í hvelli.
.
egvania, 16.7.2008 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.