16.6.2008 | 13:26
Farinn og kominn og á leiðinni út aftur
Fór til Finnlands á dögunum með skólafélögum mínum sem var sérlega ánægjuleg ferð. Heimsóttum m.a. Tækniháskólann í Helsinki, Nokia og íslenska sendiráðið. Þar bragðaði ég á bestu hreindýrasteik sem ég nokkru sinni fengið og ég er enn að hugsa um þessa ágætu máltíð. Það kom mér á óvart hvað það er ótrúlega þægilegt andrúmsloft í Helsinki og mér fannst viðmót finna mjög gott. Þangað á ég örugglega eftir að koma aftur en næst á dagskrá er að fara í rómantíska ferð með konunni til Parísar síðar í sumar.
Athugasemdir
Óttalegt flandur er þetta á þér drengur. Missir þú ekki neina ferð af bæ?
Gestur Guðjónsson, 16.6.2008 kl. 15:52
Ekki veit ég hvað hljóp í mig ég tolli ekki heima hjá mér, sennilega hefur alheimsborgaraauglýsingin haft þessi áhrif.
Steinn Hafliðason, 16.6.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.