Af hverju mætir hann ekki bara í nasistajakkanum sínum

Þið verðið að afsaka að ég blóti á blogginu og frussi á skjáinn hjá mér en mér finnst aumingjaskapurinn og hrokinn í íþróttahreyfingunni hafa náð nýjum hæðum með þessari niðurstöðu. Að leyfa forsetanum að hórast í nasistaleik finnst mér allt of langt gengið. Það er naumast að hann er góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina að dýrka hóphórur og nasistaleiki þegar það eru rétt um 60 ár síðan gjörvöll evrópa börðust á banaspjótum út af þessum ógeðum. Af hverju mætir hann ekki bara í nasistajakkanum sínum á næstu keppni til að koma hreint fram.

Ef hann ætlar sér að leika nasistaleiki getur hann gert það heima hjá sér þar sem aðrir sjá ekki og ef hann ætlar um leið að vera forseti íþróttahreyfingar þá hefði hann betur sleppt því að gera þetta fyrir framan myndavélarnar.

Þessir vesalingar hafa ekki haft kjark í sér að reka þennan viðbjóð og bleyðu heldur kjósa sér frekar nasistatimpilinn til þess að rugga ekki spillingarbátnum.


mbl.is Mosley hélt velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

múhahahaha drengurinn reiður bara!

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

GRRRR

Steinn Hafliðason, 3.6.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Halli

Þótt hann fíli að ríða einhverjum gellum í fangavarðabúningum þá er hann ekki nasisti.

Halli, 3.6.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Steinn; Finnst þér kynlífsleikir Mosley skipta þig miklu máli? Get a life.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Anna Sigga

Say what!?!

Anna Sigga, 4.6.2008 kl. 21:42

6 Smámynd: Steinn Hafliðason

Mosley hefur skaðað ímynd formúlunnar á alþjóðlegum vettvangi og gert liðum erfiðara fyrir að afla sér styrktaraðila. Margir áhrifamenn innan formúlunnar vilja ekki tala við hann eða láta taka myndir af sér í nærveru hans.

Hvernig hann komst í gegnum þessa atkvæðagreiðslu vekur svo upp fleiri spurningar um hæfi hans þar sem ástæða gæti verið til að athuga embættisfærslur hans.

Steinn Hafliðason, 16.6.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband