Hann fagnaði ekki nýlegri könnun

Það má skilja á þessari yfirlýsingu að hann taki mark á skoðanakönnunum visir.is , mér fannst hann ekki svo hress með visi um daginn.


mbl.is Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Steinn, þú veist hvernig þetta er, það er ekkert að marka nema maður sé sammála því.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.5.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Nákvæmlega, allt sem getur réttlætt eigin gjörðir er marktækt en annað er rangt, illa gert, röng ályktun, ósanngjarnt, utanaðkomandi aðstæður valda því o.s.frv.

Steinn Hafliðason, 26.5.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Jens Guð

  Steinn,  ef þú ert að vitna til þess að F-listinn mældist með 1,8% fylgi á dögunum þá er eðlilegt að borgarstjórinn hafi ekki verið hress með þá niðustöðu.  Núna er F-listinn kominn með 2,9% fylgi - þó að erfitt sé að átta sig á því hvað F-listinn er.  Ég er í Frjálslynda flokknum og á sæti í tveimur nefndum á vegum F-listans.  Engu að er mér óljóst hvað F-listinn nákvæmlega er.  Uppistaða hans er fólk í Íslandshreyfingunni (sem ég er ekki í).  Ég veit ekki hvernig ég myndi svara spurningu um stuðning við F-listann.  En vissulega er stórt stökk úr 1,8% fylgi upp í 2,9% fylgi á fáum dögum.

  Þar fyrir utan hefur Ólafur F.  Magnússon ALDREI skorað hátt í skoðanakönnunum en hefur ætíð náð góðu kjöri í kosningum.  Í síðustu kosningum fékk hann yfir 10% atkvæða þvert á skoðanakannanir. 

Jens Guð, 27.5.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Jens það er ekki endalaust hægt að horfa í það að við fáum meira en við mælumst. það er ekki neitt að byggja á. Það er fólk í nefndum hjá Ólafi sem bæði koma úr Íslandshreyfingunni og FF. Þannig að það vita fáir hver er hvar.

Það spurði mig maður á götu áðan hvort Ólafur F. væri í FF og síðan spurði hann er Margret Sverrisd. í FF ? Þetta er þvílíkt rugl.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.5.2008 kl. 00:35

5 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún Þóra,  á meðan ég,  ritari kjördæmafélags Reykjavíkur norður,  veit ekki hvernig ber að skilgreina F-listann í Reykjavík,  get ég ekki séð hvernig fólk utan Frjálslynda flokksins á að gera það.  Ég var og er í Frjálslynda flokknum.  Ég vann fyrir F-listann í borgarstjórn og einnig F-listann í mínu gamla kjördæmi,  Skagafirðinum,  fyrir síðustu kosningar.  Svo bara óvænt fór Magga Sverris í fýlu eftir að hafa gert vonlaust áhlaup að varaformannsembætti Frjálsynda flokksins.   Ég studdi Magnús Þór til áframhaldandi setu sem varaformanns.  Enda sá ég enga ástæðu til að hann yrði felldur úr því embætti.  Sá ágæti maður sem kenndi Óla Palla að hlusta á pönkrokk með Clash. 

  Magga fór í fýlu eftir að hafa illilega misreiknað bakland sitt.  Kenndi ranglega örfáum félögum úr Nýju afli um tapið.  Hún gekk úr FF og stofnaði íslandshreyfinguna með Ómari Ragnarssyni.  Varð allt í einu og óvænt umhverfissinni. 

  Magga tók með sér yfir í Íslandshreyfinguna borgarstjórnarflokk F-lista.  Þar er hún einangruð í dag.  Lykilmenn í F-listanum eru á leið yfir í Frjálslynda flokkinn aftur.  Það er ekkert leyndarmál. 

  Ég hef ekki yfirgefið F-listann í borgarstjórn.  Ólafur F.  og aðrir þar eru mínir samherjar.  Ekki síst vegna eindregins stuðnings við baráttumál F-listans,  sem Guðjón Arnar hefur vottað að vega 80% í málefnasamningi meirihlutans í Reykjavík. 

  Hér og nú fullyrði ég að Ólafur F.  og hans helstu samverkamenn í F-listanum eru á leið úr Íslandshreyfingunni og eru að ganga til liðs við okkur í Frjálslynda flokknum.  Línur eru að skýrast. 

  Næsta verkefni er hinsvegar hvað mun gerast með Kristinn H.  Gunnarsson.  Sjá www.jensgud.blog.is

Jens Guð, 27.5.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband