11.5.2008 | 12:48
Ekki merkileg yfirlżsing
Arsenal var mun nęr meistaratitlinum ķ sķnum heimalandi en Milan ķ sķnu og žar fyrir utan įtti Milan ekki möguleika ķ Arsenal ķ meistaradeildinni. Ég tel žvķ frekar meš žvķ aš hann sé fśll yfir žvķ aš Wenger vildi ekki gera samning viš hann į sķšasta įri og ég lįi honum žaš ekki. En žaš var afar klaufalegt fyrir Arsenal aš missa žennan frįbęra leikmann.
Flamini: Fór af žvķ viš uršum ekki meistarar | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Žetta er bara yfirvarp hjį honum. Aš fara frį Arsenal af žvķ žeir unnu ekki titilinn og til AC Milan er hlęgilegt. Hvernig getur hann veriš svona 100% öruggur yfir žvķ aš vinna eitthvaš meš AC? Slógu ekki Arsenal AC śt meš bravör ķ CL? Žegar Arsenal vann titilinn sķšast koma žaš įriš eftir vonbrigšatķmabil eins og žetta. Ef hann hefši skrifaš undir nżjan samning held ég aš hann vęri nęr žvķ aš vinna titil en meš AC Milan. Menn eiga bara aš setja hlutina upp į boršiš. Hann var aš fį 1,2 milljarša meira hjį AC Milan en hjį Arsenal į žessum fjögurra įra samningstķma. Žaš var mįliš og ekkert annaš.
Flamini į annars Wenger mikiš aš žakka. Menn voru aš tala um aš selja hann til Birmingham sķšasta sumar. Flamini vildi fara žį lķka. Wenger sneri hann ofan af žvķ. Žaš var góš įkvöršun. Ef hann hefši treyst Wenger og skrifaš undir nżjan samning hefši hann oršiš meistari nęsta įr. Žaš voru bara peningarnir sem réšu hjį honum. Žaš er ósanngjarnt aš koma meš svona komment. Hann ętti bara aš segja aš peningarnir hafi veriš eitthvaš sem ekki var hęgt aš hafna.
joi (IP-tala skrįš) 11.5.2008 kl. 13:11
Jį ég er sammįla žér Jói. Žaš sem ég gleymdi lķka aš minnast į er aš Milan er ekki einu sinni öruggt aš komast ķ meistaradeildina į nęsta tķmabili.
Steinn Haflišason, 11.5.2008 kl. 14:35
Léleg afsökun hjį Flamini. Eitt gott tķmabil og hann heldur aš hann sé stórstjarna! Er ekkert svo viss um aš allt gangi jafnvel žegar sušur į bóginn er komiš.
Eysteinn Žór Kristinsson, 11.5.2008 kl. 15:39
Ég held aš žetta hafi veri taktķsk slęm įkvöršun hjį Flamini. Ekki aš Milan sé lélegt liš žvert į móti heldur eru žeir aš sigla inn ķ endurskipulags tķmabil žar sem žaš eru aš verša kynslóšaskipti ķ annars aldurshįu liši. Žaš getur tekiš sinn tķma aš fara ķ gegnum slķkar breytingar. Arsenal er hins vegar fariš aš uppskera eftir slķkt tķmabil og žaš bżr mikill óinnleystur kraftur ķ žessu liši. En ašeins tķminn mun žó leiša žetta ķ ljós.
Steinn Haflišason, 11.5.2008 kl. 16:09
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.