7.5.2008 | 12:39
Af syni mínum
Vaknaði í nótt við það að sonur minn var lagstur þar upp í. Ekki veit ég hvenær hann kom upp í en einhvern tíman um nóttina hefur hann líklega séð að ég væri í fasta svefni og laumast upp í rúm til mín.
Þegar við vöknuðum svo um morgunin var það fyrsta sem hann sagði (án þess að ég væri að biðja um útskýringar á þessu brölti) að hann hefði farið að sofa í rúminu sínu og vaknað hér. Hann hefði bara færst í nótt (og gaf frá sér furðuleg hljóð) og einhver galdrað hann yfir í rúmið mitt.
Já þannig er það, hann vildi bara hafa það á hreinu að hann bæri ekki neina ábyrgð á því að hafa verið þarna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
góður
Inga Dóra, 7.5.2008 kl. 15:56
Well... alltaf spurning um að vera á undan! Mér finnst þetta mjög og gild skýring hjá drenginum...
Annars varstu að spyrja mig hvernig ég hefði búið til svona á síðuna mína... hreinskilningslega þá bara veit ég ekkert hvernig ég gerði það. Ég fiktaði bara eitthvað. En ég sé að þú ert að reyna að búa til tengil á líklega bloggin þín sem tengjast heilsuátakinu þínu? þá getur þú farið einföldu auðveldu leiðina og farið í "Blogg" og þar í "flokkar" og einfaldlega búið til nýjan færsluflokk sem heitir þá "Heilsuátak nr503" og svo alltaf þegar þú skrifar blogg um það að þá bara velur þú að setja það blogg í þann flokk, sem þú gerir með því að fara í þarna þú veist þarna hægra megin þar sem maður skrifar bloggin.. en allavega, til að færsluflokkarnir sjáist á blogginu þá þarftu að fara í þarna "útlit" og "síðueiningar" og finna eitthvað sem heitir "listi yfir flokka" og virkjar það... Ef þú síðan vilt ekki hafa alla færsluflokkana sýnilega, sem er það sem ég var alltaf að sækjast eftir. Þá er til mjög löng og erfið leið til þess að gera það. Eða ekkert erfið... meira bara löng og pirrandi.
En til þess að gera það (ég er að renna mér í gegnum þetta ferli as we speak...svona er ég nú takmörkuð ) Þá þarftu að hafa færsluflokkana virkjaða inná blogginu þínu, fara inná bloggið þitt klikka á færsluflokkinn "Heilsuátak nr503" þá opnast sá flokkur með öllum færslum sem færðar hafa verið í þennan flokk. en það sem þú gerir er að taka slóðina (urlið) og copy-ar það oooooooog dadara! ferð í "tenglar" peistar urlinu, skrifar hvað tenglinn á að heita og ýtir svo bara á "búa til"... þá er kominn linkur undir "mínir tenglar" hérna á síðunni þinni sem ætti að færa þig beint á allar færslur sem þú hefur skrifað í þennan flokk...
Og þá að síðustu til að losna við alla hina færsluflokkana af blogginu aftur þá bara að fara í "stillingar" - "útlit" - "síðueiningar" og afvirkja (það er þá orð) "listi yfir flokka" og þá ættu allir að vera nokkuð hamingjusamir!
Svo bara muna að færa alltaf bloggin í réttan færsluflokk og færa öll bloggin sem skrifuð hafa verið nú þegar, sem eiga þá heima í þessum flokki undir þann flokk....
Vona að þetta hafi ekki verið of flókið eða ruglingslegt... ég er ekki besti leiðbeinandi í heimi
Signý, 7.5.2008 kl. 16:47
Þakka þér fyrir þessar leiðbeiningar Signý. Og fyrir þá sem lesa þetta comment þá mæli ég sérstaklega með blogginu hennar Signýjar, þar er mjög hæfileikarík kona á ferð.
Steinn Hafliðason, 7.5.2008 kl. 19:58
Það má reyna !
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.