6.5.2008 | 12:53
Hef nú ekki miklar áhyggjur
Í sögulegu samhengi hefur hitastig jarðar sveiflast upp og niður. Ég reikna með því að náttúran geri ekki greinarmun á sveiflum í hitastigi af völdum manna og náttúrulegum völdum. Það er hvor tveggja hitabreytingar.
Skordýr í hitabeltislöndum gætu dáið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er hvort eð er svo mikill fjármálaiðnaður að við getum örugglega seint áttað okkur áhvort þetta er hinn stóri sannleikur eða ekki.
Eiríkur Harðarson, 6.5.2008 kl. 13:01
Æji.. tekur einhver með fullu viti mark á þessu rugli?... jörðin hefur hitnað og kólnað til skiptis alveg frá bara... örófi. og það er ekki eins og þetta sé eitthvað 21aldar vandamál að skórdýr, eða bara dýr yfir höfuð deyji út... það bara hefur alltaf verið þannig.. Survival of the fittest! Kannski er það samt bara einföld hugsun hjá einfaldri sál að hugsa þannig. En vá hvað ég nenni ekki að pæla í þessu... held að þetta sé allt spurning um smá commonsens
Signý, 6.5.2008 kl. 14:48
Við þurfum þá að taka að okkur að blása út fjórðungi af allri mengun til að ná þessari 0,5 stiga hækkun eða hvað?
Hvað með öll hin heimsins lönd? Eiga þau að deila með sér þremur fjórðu hlutum?
Þvílík vitleisa er þetta, við náum ekki að menga svo mikið að ná fjórðungi á móti öllum öðrum
Ólafur Björn Ólafsson, 6.5.2008 kl. 23:39
Ætli það sé ekki margt af mannavöldum sem breytir nattúrunni. Við erum að pota í allt og eyðileggja eðlilegan gang náttúrunnar.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.5.2008 kl. 00:56
Alveg rétt hjá þér Steinn. Náttúran mun bregðast við þessu á sinn hátt og mun ekki láta mennina komast upp með neinn moðreyk...
Sigurjón, 10.5.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.